KVENNABLAÐIÐ

Ráð til að lifa lengur frá 105 ára japönskum lækni

Shigeaki Hinohara sem varð 105 ára lést í júlí á þessu ári. Hann hafði, áður en hann lést, búið til lista yfir lífsbætandi athafnir. Hann var merkilegur maður og fæddist árið 1911. Í heimalandi sínu var hann afar vel metinn og skrifaði hann um 150 bækur, s.s. Living Long, Living Good.

Auglýsing

Shigeaki hafði einstaka sýn á lífið og þetta eru helstu ráðleggingar hans, vilji fólk lifa hamingjusömu, heilbrigðu lífi:

Taktu stigann og haltu alltaf á eigin dóti

Dr. Hinohara tók alltaf tvær tröppur í einu

Ekki trúa öllu sem læknirinn þinn segir eða mælir með

Kannaðu, lestu og uppfræddu þig sjálfa/n

Deildu því sem þú veist

Dr. Hinohara hélt um 150 fyrirlestra á ári. Hann fræddi fólk um stríð og frið.

Þú þarft ekki að fara á eftirlaun

Ef þú elskar það sem þú gerir, haltu því áfram

Gerðu áætlanir fram í tímann

Til að lifa lífinu til fullnustu, haltu þér upptekinni/uppteknum. Planaðu fyrirlestra, námskeið og fleira

Ekki vera í yfirþyngd

Dr. Hinohara innbyrti teskeið af ólífuolíu, appelsínusafa og kaffi í morgunmat. Kökur og mjólk í hádeginu, fisk og grænmeti í kvöldmat. 100 gr af mögru kjöti tvisvar í viku

Orkan kemur ekki vegna þess þú sefur mikið eða borðar vel – hún kemur ef þér líður vel

Þú munt verða hamingjusamari einstaklingur ef þú ferð eftir reglum eins og börnin. Njóttu lífsins og hafðu nóg að gera

Auglýsing

Það er gaman að lifa lengi

Dr. Hinohara vann í 18 tíma á dag, sjö daga vikunnar, bæði í sjálfboðastarfi sem og launuðu starfi. Hann naut hverrar mínútu

Finndu fyrirmynd

Dr. Hinohara spurði sig oft hvað faðir hans hefði gert í sömu aðstæðum

Ekki hafa of miklar áhyggjur, lífið er óútreiknanlegt og fullt af uppákomum

Læknirinn var í haldi rauða hersins þegar hann var 59 ára. Hann var í fjóra daga í 40°C hita og handjárnaður við sætið sitt. Honum fannst ótrúlegt hvað líkaminn var fljótur að aðlaga sig

Vísindi geta ekki hjálpað eða læknað fólk

Læknirinn trúir að veikindi geti verði læknuð með listum. Hann trúir einnig á að hver manneskja sé einstök

Ekki verða tryllt/ur í peninga

Sársauki er dularfullur

Þegar þú gerir eitthvað skemmtilegt hverfur sárskaukinn. Dr. Hinohara uppgötvaði að tónlist og dýr geti losað þig við sársauka

Finndu innblástur

Þú þarft að finna innblástur í þessum heimi til að hvetja þig áfram. Finndu þinn innblástur!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!