Þetta minnir á myndina Catch Me If You Can! Jimmy Sabatino er einn af alræmdustu svindlurum sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Hann var nýlega dæmdur í 20 ára fangelsi í Flórídaríki þar sem honum tókst að svindla út 10.4 milljón dala innan fangelsisins. Rak hann þar arðbæra fjárplógsstarfsemi sína með utanaðkomandi hjálp. Fékk hann hugmynd að svindli og náði að sannfæra tvo fangaverði að láta hann fá fimm farsíma þar sem hann stjórnaði glæpastarfseminni. Þeir misstu báðir vinnuna en voru ekki ákærðir.
Í réttarhöldunum sagðist Jimmy ekki geta stöðvað sig sjálfur að fremja glæpi og bað hann um að vera í einangrun í Supermax fangelsinu sem er eitt öflugasta fangelsi í Bandaríkjunum. Að hafa engin mannleg samskipti er það eina sem getur haldið honum frá að svindla á fólki.
Jimmy hefur eytt mestum hluta lífs síns bak við lás og slá, hann var fyrst settur inn aðeins 19 ára gamall.
Jimmy stjórnaði starfseminni úr fangelsinu þar sem George Duquen, 53, sem hann kynntist í fangelsinu og tvær konur, Valerie Kay Hunt, 53, og Denise Siksha Lewis, 35 aðstoðuðu hann. Jimmy þóttist vera framkvæmdastjóri í stórum fyrirtækjum, s.s. Sony og RocNation og sótti hann í lúxusvörur og sannfærði stór fyrirtæki að lána þeim skartgripi, úr og aðrar dýrar vörur til að nota í auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Hringdi hann í fyrirtækin og sendi þeim tölvupósta. Í stað þess að skila vörunum til baka veðsettu vitorðsmennirnir hlutina fyrir fúlgur fjár. Síðan lögðu þau inn á Jimmy í fangelsinu og gat hann því keypt sér vörur þar. Náðu þau að svindla út vörur fyrir 10,4 milljón dali (meira en milljarður íslenskra króna). Þau lifðu hinu ljúfa lífi utan múranna og keyptu sér það sem þau langaði og gistu á lúxushótelum.
Jimmy Sabatino baðst ekki afsökunar þegar honum var boðið að segja eitthvað áður en dómur féll: „Ég biðst ekki afsökunar á neinu. Að yfirvöld hafi leyft þessu öllu að gerast…það ætti að skammast sín.“
Var hann dæmdur í 20 ára fangelsi og samþykkti dómarinn óvenjulega beiðni hans að vera sendur í Supermax, Coloradoríki, í einangrun. Hann má ekki hafa samskipti við aðra fanga og fær ekki heimsóknir nema frá stjúpmóður sinni og tveimur lögfræðingum. Jimmy má fara út einu sinni á dag en ekki nálægt neinum öðrum.
Lögfræðingar Jimmys, Joe Rosenbaum og Kimberly Acevedo, sögðu hann vilja breytast en hann hafi ekki verið í stakk búinn til að gera það: „Hann getur ekki stjórnað þessu. Hann hefur enga sjálfsstjórn þegar kemur að svindli. Hann segist gera þetta því það sé skemmtilegt að geta það, ruglað í kerfinu.“
Supermax er eitt alræmdasta fangelsi í Bandaríkjunum sem hýsir fanga á borð við Ted Kaczynski, „the Unabomber“ og Boston Marathon morðingjann Dzhokhar Tsarnaev.
Annað sem Jimmy hefur gert er að svíkja út hundruðir Super Bowl miða, hann svindlaði hundruðir til þúsunda hótelreikninga og lét leggja sig inn á spítala á kostnað ríkisis til að laga „latt auga“ en þá hafði hann sannfært fangelsismálayfirvöld um að hann hefði fengið heilablóðfall: „Ég klóraði mér í hausnum yfir að það hafi í rauninni tekist. Það var ótrúlegt,“ sagði Jimmy um „afrek sín.“