KVENNABLAÐIÐ

Kona sem fæddist með ótrúleg andlitslýti gengur í það heilaga

„Hamingjusamur endir“ kallar Cody Hall brúðkaupið sitt, en hún fæddist með afar alvarleg andlitslýti og var í mörg ár uggandi því hún var í sífelldum aðgerðum. Í dag er Cody 25 ára og var að ganga í það heilaga með unnusta sínum og hún gat vart haldið aftur af gleðitárunum. Nýgiftu hjónin búa nú í Northamptonshire í Englandi.

Auglýsing

Það var þó ekki þrautalaust að laga andlit hennar. Foreldrar hennar gáfust ekki upp að leita lækninga fyrir hana. Þau rannsökuðu sjúkdóm dóttur sinnar sem kallast æðaflækja eða á læknamáli hemangioma. Þetta er góðkynja æxli sem stafar af mikilli útvíkkun á æðum sem mynda hnút, einn eða fleiri, misstóra. Þetta er ekki óalgengt og það fæðast alltaf nokkur börn á hverju ári með slík mein.

andl

Þau neituðu að hlusta á þá lækna sem sögðu að ekkert væri hægt að gera og fundu loks skurðlækni í Bandaríkjunum sem gerði aðgerðir á börnum með alvarleg andlitslýti. Fór hún í fyrstu meðferðina í New York, á Roosevelt spítalanum, árið 1993, aðeins eins árs gömul. Á næstu 14 árum fór hún í hvorki meira né minna en 18 aðgerðir, sem voru t.d. andlitslyfting, nefaðgerð, ágræðsla skinns, fitusog, augnaðgerðir og leyseraðgerðir.

Auglýsing

Aðspurð um uppvöxt sinn segir Cody að þegar hún hóf nám í skóla var fullt af fólki að spyrja spurninga og stara á hana: „Í gegnum árin hefur fólk áttað sig á að ég er sú sem ég er.“

andli4

Cody vinnur nú á skurðstofu spítala í heimabæ sínum. Þar hitti hún núverandi eiginmann sinn, Lewis og gengu þau í hjónaband í síðustu viku. Í brúðkaupinu gat Cody ekki haldið aftur af tárunum: „Þetta var tilfinningaþrunginn dagur og ég vatnaði músum, sérstaklega þegar ég sá Lewis við altarið, en það voru gleðitár! Ég vildi bara sýna fólki að það sé hamingjusamur endir á þessu öllu,“ segir hún glöð.

Heimild: Yahoo.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!