1,2 milljón bækur! Nýtt bókasafn í Kína, nánar tiltekið Binhai menningarhverfinu í borginni Tianjin, hefur heldur betur vakið lukku og athygli á netinu. Hollenska fyrirtækið MVDRV hannaði þetta ótrúlega bókasafn sem er á fimm hæðum og er aðalsalurinn með eitthvað sem líkist auga í miðjunni. Er bókasafnið því kallað „Auga Binhai.“ Er rýmið 34.000 fermetrar og komast 1, 2 milljón bóka fyrir í því.
Það tók þrjú ár að fullklára þetta glæsilega safn og eru lestrarsalir út um allt, sem og skrifstofur, staðir til að hittast og að sjálfsögðu netver.
Auglýsing
Auglýsing