KVENNABLAÐIÐ

Bjargaði sennilega lífi dóttur sinnar með því að fara í gegnum iPadinn hennar

Við vitum öll að breytast úr barni í fullorðinn einstakling er erfitt og oft vilja unglingar halda hlutum leyndum fyrir foreldrum sínum. Ástríkur faðir tveggja stúlkna, Scott Jenkins, tók eftir því að dóttir hans Haylee var sífellt að einangra sig meira og meira frá honum: „Hún var orðin dularfull og ég skynjaði að hún var að fela eitthvað frá mér,” segir Scott á foreldrasíðunni Scary Mommy.

Það sem hann grunaði að væri eitthvað léttvægt reyndist alls ekki vera svo.

Scott fór í gegnum netnotkun Haylee allavega tvisvar í viku.

Auglýsing

Þrátt fyrir að finna einhverjar eyddar myndir og samtöl virtist ekkert vera að. Sem betur fór hlustaði Scott samt á innsæi sitt, hann fann á sér að eitthvað væri að.

Eitt kvöld hafði Scott slæma tilfinningu. Án nokkurrar ástæðu fann hann á sér að hann yrði að athuga iPad dóttur sinnar. Hann sá að Haylee hafði verið að tala við 15 ára pilt, Bruce að nafni. Hafði hann boðið henni að verða vinur annarra vina sinna og hélt Haylee að hún væri að tala við önnur ungmenni…en það var alrangt.

Þegar Scott var að fara í gegnum tölvuna sá hann mynd sem var allt annað en saklaus: „Þessi kynþokkafulla pósa kveikti hreinlega í rauða flagginu hjá mér,” sagði faðir hennar: „Þannig ég fór að grafa…tékkaði á öllum reikningunum hennar, öllum samfélagsmiðlum.”
Sumir myndu kalla þetta inngrip inn í líf dóttur hans, en svo kom í ljós að hann gæti mjög líklega hafa bjargað lífi hennar.

Hailee til vinstri
Hailee til vinstri

Scott skoðaði vandlega prófíla þessara „drengja” sem voru að tala við dóttur hans. Með því að grafa djúpt, sá hann að oft var um sömu menn að ræða, sömu fylgjendur. Og þetta voru fullorðnir menn.

Scott sá sér þann kost vænstan að tala við lögregluna og gaf þeim aðgang að tölvugögnum fjölskyldunnar.

Sjö mánuðum eftir þetta fékk fjölskyldan hringingu frá lögreglunni. Þau voru beðin um að koma undir eins niður á lögreglustöð.

Þar fengu þau að vita að „Bruce” var einn aðalhöfuðpaurinn í barnaklámshring og barna mansalshring. Hann safnaði að sér myndum af ungum stúlkum fyrir barnaníðinga að dáðst að og velja sér: „Þetta voru meira en 2000 karlmenn og þetta var eins og hlaðborð fyrir barnaníðinga…og börnin voru að svara þeim og tala við þá. Börnin okkar!”

Auglýsing

Þessi saga kennir foreldrum að hafa varann á þegar kemur að netnotkun ungra barna. Eins og Scott segir: „Það er þess virði að koma börnunum þínum í uppnám ef það heldur þeim öruggum.”

Ef þér finnst óþægilegt að fara í gegnum tölvu barnsins þíns, skaltu leita ráða hjá vinum sem þú treystir eða fagmönnum í netöryggi barna. Ef þessi faðir hefði ekki farið í gegnum Ipad dóttur sinnar gæti hann þess vegna aldrei hafa séð hana aftur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!