KVENNABLAÐIÐ

Móðir viðrar umdeilda skoðun á jólagjöfum dóttur sinnar

Fullt af krökkum um allan heim eru farin að setja saman jólagjafalistann sinn. Allir vita að jólagjafir eru dýrar og allt það en sumir foreldrar velta einnig fyrir sér hvort pláss sé fyrir allt dótið á heimilinu.

Móðir nokkur hélt hún væri komin með fullkomna lausn til að koma í veg fyrir drasl. Póstaði hún spurningu á vinsælan mömmuvef, Mumsnet: „Við héldum veglega afmælisveislu fyrir dóttur okkar á þriggja ára afmælinu hennar. 15 börn komu og hún fékk afar mikið af leikföngum sem ég setti upp á loft (því ég geymi dótið og læt hana fá eitt nýtt í hverri viku). Nú eru jólin að koma og ég var að hugsa: Er ég ósanngjörn ef ég pakka inn nokkrum leikföngum sem hún fékk í afmælisgjöf og gefa henni þau í jólagjöf? Mun hún muna eftir að hafa tekið þær upp áður?“

Auglýsing

Viðbrögð foreldra voru frekar harkaleg. Ein svaraði: „Þetta er skelfileg hugmynd. Hún mun þekkja leikföngin sín aftur!“ Önnur sagði: „Ef þú vilt ekki meira af dóti, kauptu þá bara minna fyrir jólin. En ekki gera þetta, þetta er hræðileg.“

Einn notandi sagði: „Ótrúlegt. Þú ætlar að nota gjafir frá öðru fólki til að nýta í eigin þágu.“ Annar sagði: „Þetta er bara ljótt! Hvernig myndir þú bregðast við ef einhver gerði þetta við þig? Þetta er bara ljótt fordæmi sem þú ert að gera. Þú ert bara að ljúga að barninu þínu.“

Mamman reyndi að snúa sig út úr þessu og sagðist ekki vera að spara pening, hún bara þyldi ekki draslið. „Ég er bara að reyna að hafa stjórn á dótinu í húsinu. Mér fannst þetta bara hagkvæm hugmynd.“

Auglýsing

Ein móðir skrifaði: „Mér finnst þetta allt í lagi. Ég geri þetta við mína tvo. Þeir þurfa ekki meira dót en finnst gaman að taka utan af pökkum.“ Önnur kona játaði einnig að gera þetta: „Ég geri þetta. Það komst samt upp um mig nokkrum sinnum. Ég sagði að dótið væri týnt og ég hefði beðið jólasveininn að senda nýtt.“

Svo voru aðrir foreldrar sem höfðu áhyggjur af því að stúlkan myndi muna eftir gjöfunum: „Þriggja ára mun muna það. Dóttir mín man hvað hún fékk í jólagjöf í fyrra, hvað þá afmælisgjafirnar! Ég myndi líka verða fúl ef ég vissi að það sem ég gaf henni í afmælisgjöf hefði verið pakkað inn og gefið sem jólagjöf.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!