KVENNABLAÐIÐ

Veturinn er kominn: Átt þú vetrarklæðnað fyrir þá sem minna mega sín?

Solaris: Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi segja: Kæru landsmenn. Nú er farið að kólna og ljóst er að flóttafólk sem er hér á landi vantar hlýjan fatnað fyrir veturinn. Það á við um börn sem og fullorðna. Solaris er þegar farið að berast beiðnir um aðstoð þar sem vetrarfatnaður er af skornum skammti á þeim stöðum sem flóttafólk getur leitað á. Því ætlum við, rétt eins og síðasta vetur, að setja af stað söfnun á vetrarfatnaði fyrir flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi og óskum eftir ykkar aðstoð.

Auglýsing

a wwwin

Ef einhverjir eiga vetrarfatnað á börn og/eða fullorðna sem þeir eru hættir að nota en er í lagi með þá eru einstaklingar sem myndu þiggja fatnaðinn með miklum þökkum. Solaris mun standa fyrir söfnun á fatnaði til laugardagsins 11. nóvember n.k. Hægt er að koma með fatnað að Álfhólsvegi 145, Kópavogi, vinstra megin á húsinu. Á lóðinni er rauður skúr sem hægt er að skilja fatnaðinn eftir í ef enginn er við. Solaris mun síðan koma fatnaðinum í hendur þeirra sem þurfa nauðsynlega á honum að halda.

Auglýsing

Með von um góð viðbrögð, ást, frið og fullt af deilingum.

Ps. Einnig er hægt að styrkja framtakið með því að leggja inn á á styrktarreikning Solaris. Allir fjármunir fara beint í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur og við munum kaupa þann fatnað sem enn mun vanta. Rn: 515-26-600217. Kt: 600217-0380.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!