KVENNABLAÐIÐ

Kvikmyndin „American Beauty“ séð í nýju ljósi eftir ásakanir á hendur Kevin Spacey

Kvikmyndin „American Beauty“ færði leikaranum Kevin Spacey Óskarsverðlaun á aldamótaárinu 2000 fyrir besta leik í aðalhlutverki. Fjallar myndin um eldri mann sem verður ástfanginn af vinkonu dóttur hans, en hún er undir aldri. Mena Suvari lék stúlkuna. Þótti myndin meistaraverk á sínum tíma, en eftir ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Spacey hefur myndin nú öðlast nýjan tón. Anthony Rapp ásakaði Kevin Spacey að hafa leitað á sig þegar hann var einungis 14 ára gamall og hafi áreitnin endað í nauðgunartilraun. Sem betur fer er kynferðisleg áreitni og þöggun vegna hennar á undanhaldi, þannig vonandi sjáum við betri tíð þegar kemur að öllum sem áður hafa talist „ósnertanlegir“…

Auglýsing

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!