Johnny Depp hefur átt erfið síðastliðin tvö ár, en hann var ásakaður um ofbeldi gegn fyrrum eiginkonu sinni Amber Heard og móðir hans lést einnig. Nú hafa aðdáendur áhyggjur af hegðun hans og hann sé farinn að djamma eins og á tíunda áratugnum eftir framkomu hans á frumsýningu Murder On The Orient Express á fimmtudaginn síðasta. Átti hátíðin sér stað í Royal Albert Hall og var hann vart viðræðuhæfur við spyril á sviðinu. Öryggisverðir þurftu svo að styðja hann og sýna honum leiðina út.
Í viðtalinu við Lorraine Kelly átti hann erfitt með tal og að svara almennilega. Hann virtist gleyma hver var að leika með honum í myndinni og einnig hver leikstjórinn var (Kenneth Branagh).
Johnny forðaðist viðtöl eftir atburðinn en meðleikarar hans gerðu það ekki, þau Judi Dench, Penelope Cruz og Sir Kenneth. Einnig mætti hann ekki í eftirpartý myndarinnar.
Kvöldið áður hafði Johnny verið að djamma á hinum umdeilda stað, The Box í London. Þar var mikið um að vera og var honum bannað að reykja inni þrisvar sinnum. Var hann einnig pirraður að fólk var að glápa á hann.