KVENNABLAÐIÐ

„Engin furða að konur eru óöruggar“ – Tvær fyrirsætur sýna hversu miklu er hægt að breyta með Photoshop

Fyrirsætan Callie Thorpe hefur opnað fyrir umræðuna um hversu miklu er hægt að breyta á myndum með myndvinnsluforritinu Photoshop. Setti hún myndir af sér og annari fyrirsætu, Diana Sirokai á Instagram til að sýna að ekki er allt sem sýnist.

Auglýsing

Myndin er af þeim tveimur fyrir og eftir vinnsluna. Callie, sem er í stærð 24, segir að engin furða sé að konur séu óöruggar með sig sjálfar – flestar myndir sem birtast hefur verið átt við: „Í mörg ár höfum við verið hlutgerðar við hliðina á hinum „fullkomnu konu“ sem birtist í fjölmiðlum og tímaritum. Þetta sýnir hversu miklu er hægt að breyta. Mér finnst við Diana fullkomnar eins og við erum, tvær vinkonur að brosa í myndavélina. Við vildum sýna konum að það sé í lagi að líta „venjulega út“ – þ.e. með appelsínuhúð, slit og maga sem eru ekki með sixpakk.“

ph2

Diana segir: „Fyrirsætur og stjörnur líta ekki út eins og þær sjálfar. Við lifum í gerviheimi og það er kominn tími til að fá raunveruleikann til baka. Fagnaðu því hver þú ert!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!