KVENNABLAÐIÐ

Á 29 börn með 24 konum: „Sæði mitt er öflugra en nokkur tæknifrjóvgun“

42 ára gamall maður kallar sjálfan sig „The Sperminatior“ og segist hann gefa hverri konu sæði, óski hún þess. Ferðast hann um heiminn til að gleðja konur af ólíkum stéttum og kynþáttum. Í viðtali sem hann átti við Maury Povich segir Ari Nagel sem er prófessor í menntaskóla að allt hafi byrjað með Craigslist auglýsingu. Kona óskaði eftir sæðisgjafa og hann svaraði auglýsingunni. Núna, nokkrum árum seinna á hann 29 börn með 24 konum og eru meira að segja þrjú önnur á leiðinni.

„Ef einhver kona biður mig um sæði mun ég aldrei segja nei,“ segir Ari. „Konur hafa boðist til að borga fyrir mig flug til Ísrael, Taiwan, Víetnam og til næstum allra ríkja Bandaríkjanna. Allir kynþættir, allir trúflokkar, samkynhneigðar eður ei, ég neita engri konu,“ segir „The Sperminator.“

Yfirleitt gefur hann sæðið í glasi en stundum endar hann á því að sofa hjá viðkomandi konu: „Ég hef gefið sæðið mitt á almenningssalernum, í spilavítum og einu sinni gaf ég glas af sæði á útihátið. Þetta liggur allt hjá móðurinni. Sumar vilja gera þetta á gamla mátann, stundum vilja þær sæði í glasi og stundum förum við á frjósemisstofu og ég hef meira að segja sent sæði í pósti.“ Ef hann sefur hjá konunni er makinn stundum viðstaddur til að vera hluti af frjóvguninni.

Auglýsing

„Ég hef látið rannsaka sæðið mitt og er það ótrúlega öflugt – talningin kemur læknum á óvart. Í raun hefur sæðið mitt verið kröftugra en nokkur tæknifrjóvgun.“

Allt hefur þetta verið gert á viðskiptalegum forsendum. Þrátt fyrir það hafa sumar mæðurnar farið í mál við hann út af meðlögum: „Ég er núna að borga meðlag með níu börnum sem er helmingur launa minna.“ Hann er samt mjög ánægður með árangurinn: „Sum börnin hitti ég daglega, sum vikulega, sum árlega…það er allt undir móðurinni komið.“ Hann hefur aldrei rukkað neina konu og fær borgað í „knúsum og kossum og mikilli ást og hamingju.“

Auglýsing

„Vonandi verð ég sjötugur og á þá hundruðir barna sem kalla mig afa!“ segir hann að lokum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!