KVENNABLAÐIÐ

Ljósmyndin sem breytti lífi þessa ljósmyndara

Þetta þekkja allir sem hafa rekið eða reka verslun eða þjónustu: Þú ert að klára vinnudaginn og ert að gera allt tilbúið fyrir lokun þegar hurðin opnast eða þú færð símtal þar sem einhver biður þig að gera eitthvað. Oftar en ekki ertu orðin/n það spennt/ur að komast heim að þú finnur á þessu augnabliki fyrir pirringi og andvarpar.

Þessi ljósmyndari, staðsettur í Melbourne, Ástralíu, lenti einmitt í þessu. Deildi hann sögu sinni á Not Always Right en þetta átti sér stað fyrir nokkrum árum síðan. Hann segir: „Ljósmyndastofan mín er þekkt fyrir barnamyndirnar, en við tökum að okkur alls kyns verkefni, frá fyrirsætuverkefnum til systkinamyndataka. Við gerum sittlítið af hverju og við erum afar upptekin. Á vefsíðunni okkar segir að það sé ekki hægt að panta tíma samdægurs, því við erum oft bókuð sex mánuði fram í tímann.“

Auglýsing

Einn daginn, 10 mínútur í lokun kemur móðir inn með stúlku, á að giska sex eða sjö ára: „Ég stundi inní mér,“ segir ljósmyndarinn. Grunur hans reyndist réttur því móðirin sagði: „Ég veit þú ert að fara að loka en við viljum biðja þig um sérstakan greiða.

Þá sá hann stúlkuna og missti málið: „Á þessum tímapunkti sá ég litlu stúlkuna. Hún kíkti á mig en hún hafði falið sig bakvið mömmu sína. Undir þykkri vetrarúlpu og húfu sé ég að hún er óeðlilega grönn með svarta bauga í kringum augun. Eins og ég sá hana var hún ekki með hár og hafði rör sem leiddi frá kinninni upp í nefið. Ég sé strax að þessi stúlka er lasin, mjög lasin.“

Mamman hélt áfram: „Dóttir mín sá eina af myndunum þínum á vegg á spítalanum. Hún ELSKAR einhyrninga og þessi mynd sýnir stúlku með einhyrningi. Ég veit þú ert upptekinn og það er margra mánaða bið…en…“

Þarna fór móðirin að gráta: „Ég áttaði mig á að næsti lausi tími væri of langt undan. Þessi stúlka hafði ekki tíma.“

Hann segir: „Ég er stór náungi, með fullt af tattoo-um og skegg, en ég skammast mín ekki fyrir að segja að ég þurfti mínútu til að jafna mig.“ Hann vissi þó nákvæmlega hvað hann átti að segja: „Hey, það er bara við venjulega viðskiptavini. Ég er búinn að bíða í allan dag eftir að taka mynd af einhverju fallegu eins og þér! Hvað heitirðu elskan?“

Ljósmyndarinn læsti hurðinni og næstu þrír klukkutímar fóru í að taka myndir af stúlkunni í öllum prinsessubúningunum sem hann átti til: „Hún var yndislegasta barn sem ég hef nokkurn tíma unnið með. Þegar ég var búinn lagðist hún í sófann og steinsofnaði meðan ég sýndi mömmunni myndirnar og bað hana að velja hverjar væru bestar.“

Auglýsing

Mamman vildi að dóttir hennar væri eins og hún er: Ekkert photoshop til að „laga hana.“ Stúlkan hafði áhyggjur í heilan mánuð að hún væri ekki lengur „falleg.“ Þegar móðirin rétti ljósmyndaranum kortið sitt þverneitaði hann að taka við greiðslu.

Nokkrum dögum síðar sendi hann móðurinni myndirnar í tölvupósti. Hann sá að hún hafði séð þær en fékk engin skilaboð: „Ég hugsaði ekkert um það meira, vonaði bara að þessi elskulega vinkona mín hafi verið ánægð með myndirnar.“

Sex mánuðum seinna fékk hann óvænta heimsók: „Ég var enn og aftur að loka búðinni þegar ég sé andlit á glugga, veifandi og skælbrosandi. Það var litla stúlkan. „Hæ!“ sagði hún, „mér líður betur! Sérðu? Ég er betri!“

Segir hann: „Hún hafði þyngst, litur var kominn í kinnarnar og hár hafði vaxið á höfði hennar. Mamma hennar var bakvið hana, einnig brosandi. Hún reyndi að þrýsta umslagi í hendurnar á mér sem var fullt af peningum en ég neitaði aftur. Hún varð óþolinmóð og sagði: „Allavega leyfðu okkur að bjóða þér í mat“ og ég samþykkti það.“

Að lokum segir ljósmyndarinn: „Sjö árum eftir þetta atvik er myndin af litlu, veiku stúlkunni á einhyrningnum í stofunni minni. Dóttir mín þreytist mjög þegar ég útskýri fyrir vinum hennar af hverju myndin hangi þarna uppi!“

 

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!