KVENNABLAÐIÐ

25 atriði sem einkenna fullorðna sem hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á barnsárum

Barnæskan yfirgefur okkur ekki…sama hversu gömul við verðum. Fyrir þá sem urðu fyrir andlegu ofbeldi sem börn bera þess merki sem verða útlistuð hér að neðan. Ef ekkert er að gert, geta slík sár leitt til andlegra veikinda og erfiðleika í samböndum.

Hér eru 25 atriði sem fólk kannast við sem hefur orðið fyrir andlegu ofbeldi sem börn:

Það á erfitt með að taka hrósi því á barnsárum þeirra var aðeins talað um mistökin og galla þeirra

Það leggur allt á sig til að sanna sig

Það trúir að allt sem það gerir sé rangt, sama hvað aðrir segja þeim

Það afsakar sig stöðugt því þeim finnst það vera blórabögglar fyrir allt sem miður fer

Það einangrar sig og notar heimilið sem öruggan stað

Auglýsing

Það treystir fáum og hleypir ekki mörgum að sér

Að eiga erfitt með átök: Skyndilegur hávaði eða áreiti verður til þess að þetta fólk hugsar um að berjast eða forða sér, (e. fight or flight) öskra eða eitthvað álíka. Það bregst ekki rökrétt við slíku áreiti

Það er óákveðið því það treystir ekki eigin hyggjuviti. Þetta lætur fólk verða óöruggt með að verða/vera foreldri

Það er sjaldan það sjálft því það vill ekki „rugga bátnum“ og segja eitthvað sem einhver gæti verið ósammála. Það reynir að vera hlutlaust í öllum aðstæðum

Vörn þeirra er að vera kalt, kaldhæðið og annað fólk kann að sjá það sem slíkt. Það er þó einungis varnarveggur 

Það á erfitt að taka við ástúð og þetta fólk telur að ekkert sé til sem heitir skilyrðislaus ást

Þau eru feimin og „hafa ekki rödd“

Þau beygja sig undir fólk sem hefur vald

Þau finna þörfina að útskýra allt í smáatriðum fyrir öðrum og finnst erfitt að segja nei

Þau biðja sjaldan um hjálp því þeim finnst að þau þurfi að greiða það einhvernveginn til baka. Þau eiga erfitt með að eignast besta vin/vinkonu

Þau eiga til að vera vænisjúk – treysta engum og vilja ekki binda sig. Þetta útskýrir vanda í samböndum

Þau fela „slæmu“ hliðina fyrir öllum

Þeim finnst þau aldrei nógu góð eða klár. Alveg sama hverju það hefur áorkað, neikvæða röddin í höfðinu er flestu yfirsterkari

Þessu fólki finnst erfitt að sætta sig við að aðrir elski það eins og það er, að aðrir beri umhyggju fyrir þeim

Þeim finnst erfitt að halda augnsambandi, það veldur þeim ótta

Auglýsing

Því finnst erfitt að koma tilfinningum sínum í orð, sem vekur aftur upp kvíða og gerir það þunglynt/miður sín

Þau munu alltaf taka alla sök á því sem miður fer, sama hverjum það er að kenna

Því finnst erfitt að finna hvaða mann/konu það hefur að geyma, hvað því raunverulega finnst

Það á til að vera reitt sem getur komið út í óbeinni árásargirni, m.a. á samfélagsmiðlum þar sem það getur falið sig bakvið skjáinn

_________

Andlegt ofbeldi getur haft víðtækar afleiðingar og margir gera sér ekki grein fyrir. Það er erfitt að eiga við það, en með sjálfvinnu og meðvitund er allt hægt. Aldrei gefast upp!

Heimild: Peacequarters

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!