KVENNABLAÐIÐ

Priscilla Presley segir sig úr Vísindakirkjunni

Fyrrum eiginkona Elvis Presley er hefur nú ákveðið að hætta í hinni umdeildu Vísindakirkju sem hún gekk í eftir að Elvis lést. Dóttir hennar Lisa Marie Presley hætti árið 2014. Þrátt fyrir að þær séu horfnar úr söfnuðinum eru stór nöfn þar enn, þ.á.m. Tom Cruise og John Travolta. Upp á síðkastið hafa stjörnur flykkst úr kirkjunni, m.a. Leah Remini, og hefur hún einnig talað opinberlega um hvað fari fram innan veggja hennar.

Auglýsing

Katie Holmes og Nicole Kidman hættu báðar í söfnuðinum eftir skilnaðinn við Tom Cruise, en Nicole á enn erfitt með sambandið við börnin sín eftir að þau urðu eftir. 

Rithöfundurinn L. Ron Hubbard stofnaði kirkjuna árið 1955 og þykir hún þekkt fyrir strangar reglur. Þeir sem vilja ganga í kirkjuna verða yfirheyrðir, þar sem afar persónulegra spurninga er spurt, m.a. um kynhneigð. Svo reyna safnaðarmeðlimir að breyta lífi sínu í takt við það sem kirkjan boðar.

Auglýsing

Vísindakirkjan er bönnuð í nokkrum löndum á meðan aðrir segja að kirkjan eigi ekkert skylt við trúarbrögð. FBI (Bandaríska alr´kislögreglan) er nú að rannsaka tengsl kirkjunnar við mansal.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!