Myndir af þremur kínverskum konum á suður-kóreskum flugvelli hafa flogið um netið að undanförnu, þó sérstaklega á kínverskum samfélagsmiðlum. Höfðu þær farið í lýtaaðgerðir í Suður-Kóreu og voru vegabréfsmyndirnar allt öðruvísi en þær voru áður.
Lýtaaðgerðir eru afar vinsælar í Asíu og þykja þær suður-kóresku þær bestu í heimi. Engin furða er að Kínverjar og Japanir sæki þangað til að fá upplyftingu á hinum ýmsu líkamshlutum. Vandinn er að fæstir hætta eftir nefaðgerðir, andlitslyftinu og Botox…þess í stað endurgera þeir allt andlitið sem gerir starfsmönnum flugvalla erfitt fyrir.
Nú hafa suður-kóreskar lýtaaðgerðastofur gefið út einhverskonar skírteini sem sýna andlitið fyrir-og-eftir aðgerðir til að sannfæra fólk um að ekki sé um falsað vegabréf að ræða. Upplýsingar á skírteininu eru með vegabréfsnúmeri, lengd dvalar og nafn og heimilisfang spítalans þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar.
Fyrir þessar þrjár konur var ekki um að ræða að skírteinin héldu. Líkaminn þarf alltaf einhvern tíma til að jafna sig, eitthvað sem þessar þrjár tóku ekki með í reikninginn. Þær komu á flugvöllinn með sárabindi og bólgin andlit og voru óþekkjanlegar.
Vöktu myndirnar kátínu á samfélagsmiðlum:
„Með andlit svona bólgið myndi mamma þín ekki einu sinni þekkja þig,“ sagði einn. „Afsakið, ég ætla ekki að hlæja en andlitin á þeim eru svo BÓLGIN!“
Þannig…ef þú ætlar til fjarlægs lands til að fara í lýtaaðgerð – mundu eftir þessu!