KVENNABLAÐIÐ

Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge-sósu: Uppskrift

Nýtt líf og Ný þú fer af stað með nýtt prógramm á næstunni þar sem hægt er að fá ýmsar girnilegar uppskriftir ókeypis að hollum og góðum mat. Neðst í færslunni má sjá linka þar sem þú getur skráð þig á námskeið og fleira!

DSC_3308

Auglýsing

Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu


Ísinn

2 bananar, afhýddir og frosnir

2 msk dökkt lífrænt kakóduft

2-4 dropar stevia með súkkulaðibragði og 1 tsk kókospálmanektar/hlynsíróp

vanilluduft á hnífsoddi

örlítið af vatni eða möndlumjólk

 DSC_3270

Súkkulaði-fudge

2 msk kakóduft

4 msk kókospálmanektar/hlynsíróp

2-4 dropar stevia

2 msk kókosolía, brædd í vatnsbaði og 1 msk vatn

salt eftir smekk

 

Ofaná

ristaðar heslihnetur eða möndlur

kakónibbur


  1. Byrjið á að útbúa dásamlegu súkkulaði-fudge sósuna með því að bræða kókosolíuna. Setjið hráefni í blandara og vinnið á lágri stillingu þar til silkimjúkt. Bragðið og bætið við sætu eftir þörfum. Geymið í kæli á meðan þú útbýrð ísinn.
  2. Skerið frosna banana í bita og vinnið í matvinnsluvél eða blandara ásamt rest af hráefnum þar til ísáferð fæst. Bætið við vökva eftir þörfum. Ef blandarinn er kraftlítill er matvinnsluvél betri kostur.
  3. Hellið í fallegt glas og berið strax fram með súkkulaði-fudge sósu, ristuðum hesilhnetum og kakónibbum! Rör eða skeið virka vel. Njótið!

DSC_3299

Auglýsing

Fáðu fleiri (ókeypis) uppskriftir hér! Með þeim fylgja einnig upplýsingar um Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst 4.október.

Nýtt líf og Ný þú þjálfun hefur breytt lífi hundruðum kvenna og hjóna! Þeir sem lokið hafa þjálfuninni hafa lært að lifa í sátt, laus við sykurpúkann (já alveg laus við hann), orkumeiri, verkjaminni og hafa margir losnað endanlega við skjaldkirtilsvandamál og aðra kvilla!

Við höfum ótal hvetjandi árangusögur (sjá hér)

Góð heilsa er ómetanleg og er það á okkar eigin ábyrgð að hugsa vel um líkaman sem við höfum fengið. Þrái ég ekkert annað en að sjá þig og aðra lifa lífi sínu til fulls.

Lærðu meira um Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!