KVENNABLAÐIÐ

Olga Margrét Cilia: Verð svo reið þegar ég sé samfélagið mismuna fólki eftir því hvernig það lifir lífinu

Olga Margrét Cilia, varaþingkona Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata, svarar nokkrum spurningum um lífið og tilveruna hjá okkur á Sykri. Hún er kona með mikla réttlætiskennd og verður spennandi að sjá gengi hennar í komandi kosningum!

Auglýsing

Fyrsta spurningin er: Hvaða hlut/vöru áttu alltaf til í eldhúsinu? Kaffi. Ég reyni að byrja hvern dag á því að fá mér kaffibolla heima hjá mér áður en ég held út í daginn.

  1. Hver er besta eða áhrifamesta bíómynd sem þú hefur séð?

Brokeback Mountain. Ég verð alltaf svo reið þegar ég sé að samfélagið er enn að mismuna fólki eftir því hvernig það lifir lífinu. Kvikmyndin fjallar um tvo samkynhneigða karlmenn sem geta ekki verið saman vegna þess að samfélagið ætlast til annarra hluta af þeim. Þeir fá því aldrei að upplifa raunverulega hamingju. Ég held að þetta sé eina kvikmyndin sem ég hef grátið yfir.

  1. Hver finnst þér vera helsta fyrirmynd ungra kvenna í dag?

Ég finn styrk í vinkvennahópnum mínum sem samanstendur af konum sem eru að reyna að ná markmiðum sínum og þurfa að takast á við staðalímyndir samfélagsins. Þær eru mínar fyrirmyndir, auk þess sem ég lít vissulega mikið upp til formæðra minna. Mamma, ömmur og frænkur hafa allar lagt sitt á vogarskálarnar til þess að stuðla að jafnara samfélagi.

  1. Hvaða líkamsrækt finnst þér skemmtilegust? En leiðinlegust?

Ég er löngu hætt að pína mig með því að kaupa ræktarkort. Ræktin er því leiðinlegasta líkamsræktin og ég reyni eftir fremsta megni að forðast hana. Skemmtilegast finnst mér að hjóla og ég á bæði á racer og fjallahjól. Til þess að koma í veg fyrir vöðvabólgu hef ég verið að fara í hot yoga og hefur það gert góða hluti fyrir mig.

olga

Olga Margrét Celia

  1. Hver er þinn uppáhaldsdrykkur?

Sódavatn.

Auglýsing
  1. Hver væri þín draumaríkisstjórn?

Alls konar fólk sem hefði það að markmiði að leita lausna til þess að búa til gott samfélag fyrir alla.

  1. Ef þú mættir breyta einu á landinu okkar góða – hverju myndirðu byrja á?

Ég myndi byrja á að tryggja öllum jafnan aðgang að virkum réttarúrræðum óháð efnahagslegri stöðu. Eins og kerfið er uppbyggt núna hafa þeir efnameiri betri aðgang að lögfræðiþjónustu og meiri tíma og orku í að fá framgang sinna mála. Réttarkerfið á að vera aðgengilegt fyrir alla óháð stöðu og efnahag. Ef að lögin eiga að vera fyrir fólkið þá þarf kerfið að vera aðgengilegt fyrir alla.

  1. Hver er fyrsta minningin þín?

Ég elska að borða, þannig að ein fyrsta minningin mín er þegar ég var að byrja á leikskóla. Ég sat í matartíma og byrjaði að troða í mig mat. Kennarinn skammaði mig fyrir það, því ég átti auðvitað að bíða eftir að það væri sagt „gjörið svo vel.“ Ég man enn eftir hvað ég skammaðist mín mikið fyrir þetta. Mig langaði bara í kjötbollur en auðvitað vildi ég fylgja reglunum líka.

  1. Ef þú mættir búa annarsstaðar en á Íslandi – hvar myndirðu búa?

Ég væri til í að prófa að búa í allt öðrum menningarheim en á Íslandi. Japan er hátt á lista en hjarta mitt hefur lengi leitað til Suður-Ameríku. Ætli niðurstaðan sé ekki að búa í einu af úthverfi Rio de Janeiro þar sem er mikið af japönskum innflytjendum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!