Hefur þú einhverntíma veitt mynstri á skósólum athygli? Ellilífeyrisþeginn Sam Purdie, 81 árs, er í áfalli vegna mynsturs á sólum inniskónna sinna sem hann keypti á 15 pund á Amazon. Keypti hann þá í góðri trú en varð hvumsa þegar hann sá mynstrið sem líktist helst hakakrossi Nasista. Varar hann fólk við að kaupa þessa inniskó frá fyrirtækinu Jo & Joe Slippers.
Segir Sam: „Ég pantaði þessa inniskó sem við fyrstu sýn virtust heiðvirðir, en þegar þeir komu heim áttaði ég mig á hakakrossunum á skósólanum.“
Telur Sam að allir hefðu einmitt hugsað hið sama: „Þeir litu vel út en pössuðu uppá að sýna ekki sólann á Amazon. Ég nota Amazon reglulega og leyfði þeim því að heyra það í umsögnum. Ég sagðist ósáttur við hakakrossskreytta sóla og mun aldrei klæðast þeim. Ég er ekki Gyðingur en mér er meinilla við hakakrossa.“
Var Sam bannaður í kommentakerfi Amazon vegna þess þeir töldu að hann hefði verið dónalegur. Amazon hefur ekki svarað spurningum fjölmiðla varðandi þetta grafalvarlega mál.