Eftir að hafa barist í marga mánuði í réttarsalnum hefur Blac Chyna fallið frá kröfum um nálgunarbann á Rob Kardashian og þau hafa komist að samkomulagi: Blac og Dream dóttir hennar munu fá sem samsvarar 2,1 milljón íslenskra króna á mánuði í meðlag.
Var samkomulagið undirritað í gær. Rob hafði niðurlægt Blac, póstað nektarmyndum af henni á samfélagsmiðla án hennar vitundar. „Blac er sátt við að Rob hafi undirritað samkomulag og vilji ala upp Dream með henni, það hefur hún óskað allan tímann,“ segir lögfræðingur hennar Lisa Bloom í yfirlýsingu.
„Til að leiðrétta vitleysur: Rob hefur ekki nema sameiginlegt forræði. Blac fór ekki að djamma alla helgina og skildi Dream eftir. Margar vinnandi mæður þurfa að leita til barnfóstra meðan þær vinna og Blac er engin undantekning. Rob ætti að hætta að drulla yfir barnsmóður sína og ætti að fá sér vinnu, eitthvað sem Blac er vön, áður og eftir að sambandinu lauk til að sjá fyrir sér og börnunum.“
Rob má hinsvegar ekki hafa samband við barnsmóður sína og þarf að halda sig í fjarlægð: „Rob sætti sig við það og ætlar ekki að hafa samband við hana. Chyna getur endurvakið þetta ákvæði nú 18. september en ætlar ekki að gera það. Ef eitthvað kemur upp á getur hún alltaf leitað til lögreglu,“ segir Lisa Bloom. Rob má hitta dóttur sína undir eftirliti.
Blac er komin með nýjan kærasta og Rob er afbrýðisamur þannig það verður bara að bíða og sjá hvað setur: „Rob er brjálaður. Dream skiptir engu máli, Hann vill ná sér niður á Blac,“ segir ónafngreindur heimildarmaður.