Súkkulaðiframleiðandinn Nestlé kynnti fyrir neytendum hvítt súkkulaði fyrir 80 árum síðan og hefur súkkulaði eingöngu verið til í þessum þremur tegundum: Dökku súkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði. Það er kominn tími á nýtt súkkulaði: Rúbínrautt/bleikt súkkulaði.
Stærsti súkkulaðiframleiðandi í heimi, Barry Callebaut, frá Zurich, hefur nú í 13 ár verið að þróa þessa nýju tegund: Náttúrulega bleikt súkkulaði úr rúbínrauðum kakóbaunum. Þetta afbrigði vex í ýmsum hlutum heimsins, s.s. í Equador, Brasilíu og á Fílabeinsströndinni en svissneska fyrirtækið er fyrst að breyta því í raunverulegt bleikt súkkulaði.
Súkkulaðið var frumsýnt í Shanghai, Kína, í síðustu viku. Bragðið ku vera sætt en smá súrt, með keim af berjum sem passar vel við litinn. Þeir heppnu sem fengu að bragða þetta nýja súkkulaði voru heppnir, en það mun ekki verða sett í sölu strax, heldur þurfa súkkulaðiþyrstir aðdáendur að bíða í sex-18 mánuði.
Er súkkulaðið algerlega náttúrulegt, engum litarefnum eða aukaefnum er bætt við.