KVENNABLAÐIÐ

Fólk sem getur ekki hætt að safna rusli: Myndband

„Ég hef ekki séð gólfið í íbúðinni minni í fjögur ár,“ segir kona nokkur sem sendi neyðarkall til ræstingafyrirtækisins N Gervais sem eru sérfræðingar í þrifum. Kvörtuðu nágrannar hennar undan ógeðfellri lykt sem kom út íbúðinni hennar. Fyrirtækið sérhæfir sig í að hjálpa því fólki sem getur ekki hætt að safna að sér drasli, vill engu henda og er haldið söfnunaráráttu.

Í íbúðinni var aragrúi ruslapoka, kattaskít, þvag í flöskum sem hafði fengið að gerjast í fjögur ár. Einnig lifðu köngulær góðu lífi og skordýr voru búin að hreiðra um sig, og höfðu lagst t.d. á bækurnar hennar. Tee og Caz sjást í myndbandinu hreinsa íbúð í Birmingham, Englandi, þar sem fólk á ekki um annað að velja en að þrífa hjá sér. Ellegar verður þeim vísað á götuna.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!