Milljarðamæringurinn Sir Richard Branson og fjölskylda hans biðu af sér fellibylinn Irmu með því að dveljast í vínkjallara þar sem þau voru á Necker eyju í Karíbahafinu. Fór fellibylurinn framhjá án þess að fjölskylduna sakaði. Sagði Richard í gríni að það yrði sennilega ekki mikið vín eftir í kjallaranum eftir storminn.
Sonur hans Sam skrifaði á Instagram:
„Við sváfum öll í tveimur herbergjum. Þetta var náttfatapartý eins og í gamla daga. Það er skrítið og alger forréttindi að vera með þessu unga fólki og bíða af sér einn stærsta storm sem hefur verið,“ segir Richard.
Necker eyja er þekkt paradís auðkýfinga. Nóttin í slíkum vistarverum kostar um 8,5 milljón ISK. Eyjan er búin öllum þægindum og meira en 100 starfsfólki.
Heimild: The Telegraph