KVENNABLAÐIÐ

Færð þú gæsahúð þegar þú hlustar á góða tónlist? Það þýðir að þú ert einstök/einstakur!

Hefurðu upplifað að fá gæsahúð þegar þú heyrir fallegt lag? En kökk í hálsinn? Það er í rauninni mjög sjaldgæft, eiginlega einstakt. Matthew Sachs úr Harward háskóla rannsakaði fólk sem svaraði spurningunni játandi og aðra sem svöruðu neitandi og framkvæmdi heilaskanna á báðum hópum.

Auglýsing

Í stuttu máli komst hann að því að það fólk sem hefur tilfinningatengingu- og/eða viðbrögð við tónlist hefur annað heilamynstur en þeir sem ekki þekkja þessar tilfinningar. Rannsóknin sýndi að fólk með tilfinningatenginguna hefur þéttari virkni trefja í kringum heilabörkinn sem nemur heyrnina og einnig þann sem vinnur úr tilfinningum – sem þýðir að þessir tveir eiginleikar vinna betur saman.

Á „mannamáli“ þýðir það að ef þú kemst við þegar þú hlustar á fallegt lag hefur þú sterkari og næmari tilfinningar en aðrir. Einnig áttu auðveldara með að tengja lög við mismunandi tímabil í lífi þínu (kannastu við það?)

Hvað finnur þú t.d. með því að hlusta á Whitney?

Auglýsing

Þrátt fyrir að rannsóknin hafi ekki verið stór bindur Sachs vonir við að geta rannsakað fyrirbærið enn frekar. Hann vill læra hvað gerist taugarfræðilega við þessi viðbrögð og hugsanlega finna upp meðferð við geðsjúkdómum, því t.d. þunglyndi kemur oft í veg fyrir að fólk njóti hversdagslegra hluta, eins og hlusta á tónlist. Hægt væri því að nota tónlist í auknum mæli í meðferðum.

Heimild: The Independent

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!