Eftir að Hillary Clinton beið ósigur gagnvart Donald Trump í forsetakosningunum síðastliðinn vetur varð hún fyrir „skelfilegu áfalli“ og viðurkennir nú að hún hafi horfið úr sviðsljósinu og drukkið mikið og notað kvíðastillandi lyf.
Hillary er nú að gefa út endurminningar sínar og fór hún í mikið andlegt ferðalag í nokkrar vikur og mánuði: „Það var samt ekki bara jóga og öndun,“ segir hún. „Ég drakk líka minn skerf af chardonnay, (hvítvíni)“ játar hún í bókinni What Happened sem kemur út þann 12. september næstkomandi.
Ástvinir hennar bentu henni einnig á ávanabindandi kvíðalyf, Xanax, sem hún reyndi en segir að „það hafi ekki verið fyrir sig.“