KVENNABLAÐIÐ

Aldrei nota hraðsuðuketil á hótelherbergjum! Hér er ástæðan

Áður en þú lest þetta vörum við þig við…þú átt aldrei eftir að hita þér kaffi á hótelherberginu aftur. Flestir hafa skellt vatni í ketilinn og fengið sér rjúkandi heitt kaffi eða te að morgni áður en haldið er af stað út í daginn, en vertu viss: Þú gætir hafa verið að drekka leifar af einhverju ógeðslegu.

Auglýsing

Það er engin leið að segja þetta á snyrtilegan hátt en það er möguleiki að gestirnir á undan þér hafi soðið nærfatnaðinn sinn í katlinum. Já, nei, við erum ekki að grínast. Þetta byrjaði allt á þessari Twitterfærslu:

ketli

Guy ‘Yug’ Blomberg skrifaði semsagt á Twitter og Facebook „er einhver sem ég þekki sem þrífur nærfötin í katlinum þegar hann ferðast?“ og samkvæmt svörunum sem hann fékk er það býsna algengt.

Fólk fékk að sjálfsögðu sjokk…það síðasta sem það vill er að drekka eitthvað úr nærfatnaði annars fólks!

Ef þú heldur að allar bakteríur drepist við suðu er það hreinlega ekki rétt eins og lífeindafræðingurinn Heather Hendrikson sagði við tæknisíðuna Gizmodo: „Þetta er ofboðslega ógeðfellt. Suðan drepur einhverjar bakteríur en sum gró drepast ekki nema við 120°C. Þú verður ekki veikur af að drekka þetta, en við vissar aðstæður geta þær orðið að eitri sem getur hugsanlega drepið mannveru.“

(ATH: VATN SÝÐUR VIÐ 100°C)

Auglýsing

Fyrrum flugfreyja sagði á Reddit að hún myndi aldrei mæla með hótelkatlinum því hún og samstarfskonur hennar hafi oft soðið sokkabuxurnar í þeim.

Einnig hefur fólk játað að elda í kötlunum, s.s. að sjóða egg. Þannig…hafið þetta í huga ferðalangar!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!