KVENNABLAÐIÐ

Karen er á leið á New York Fashion Week með hönnunina sína!

Karen Blackwell er íslensk kona sem er búsett í Atlanta, Bandaríkjunum. Hún hafði hvorki snert nál né tvinna fyrr en fyrir fjórum árum síðan en er nú með sitt eigið fyrirtæki, KICE Collection, sem er orðið það þekkt að það hefur ratað alla leið á tískuvikuna í New York! K-ið stendur fyrir Karen og ICE fyrir Ísland.

21037777_1169207816556000_5452516_o

Karen er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún hefur alltaf verið að hanna eitthvað og búa til hluti: „Ég átti það líka til að klippa fötin mín aðeins til og búa eitthvað nýtt. Ég lærði fatahönnun sjálf með mikilli æfingu og þolinmæði.“

Auglýsing

20993485_1167433150066800_1964083509_o

Hvernig kom til að þú komst á NYFW?

Fólkið sem heldur tískuvikuna fundu mig á netinu og höfðu samband. Stuttu seinna var ég komin inn með línuna mína, KICE Collection!

20960853_1167433186733463_545159462_o

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir?

Ég elska Michael Costello! Ég gæti nefnt mun fleiri en hann er svona helsta fyrirmynd mín þar sem hann byrjaði á svipaðan hátt og ég og hannar svakalega falleg föt.

Karen stefnir hátt með merkið sitt KICE og ætlar að halda áfram að hanna falleg föt eins og má sjá á myndunum. Þú getur farið á vefsíðuna www.kicecollection.com og Instagram @kicecollection. Hér er Facebooksíðan hennar. 

Karen með eiginmanni sínum
Karen með eiginmanni sínum, Stacy Blackwell
Auglýsing
Með Bianca Golden sem vann Americas Next Top Model
Með Bianca Golden sem komst í úrslit í ANTM

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!