Einn helsti skemmtikraftur Bandaríkjanna, Jerry Lewis, er látinn, 91 árs að aldri. Lést hann að heimili sínu í Las Vegas, Nevadaríki. Fjölskylda hans var viðstödd og var andlát hans friðsælt. Jerry varð frægur á sjötta áratugnum þar sem hann söng með Dean Martin og sungu þeir fræg lög á borð við That’s My Boy, The Stooge og The Caddy ásamt fleirum en þeir hættu samvinnunni árið 1956 þar sem erfitt var fyrir þá að vinna saman.
Jerry lék líka í myndum á borð við The Nutty Professor og The Bellboy. Jerry var einnig mikill mannvinur og gaf örlátlega í góðgerðarsjóði.
Jerry Lewis átti fimm syni og ættleiddi eitt barn með fyrrum konu sinni, Patti Palmer. Einnig ættleiddi hann aðra dóttur með seinni konu sinni SanDee Pitnick.