KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum ungfrú Ameríka dæmd vegna þjófnaðar

Fyrrum Miss America, Jennifer Susan Kline, var fundin sek um þjófnað eftir að hafa skipt um verðmiða á ýmsum hlutum sem hún keypti í Macy’s. Dómur er ekki fallinn en hún gæti fengið allt að fimm ára fangelsi. Eftir sjö daga réttarhöld komst dómari að því að hún hafði stolið milli 1.000 og 5.000 dollurum á verslunarflippi sínu.

Auglýsing
Fangamyndin af Jennifer
Fangamyndin af Jennifer

Lögmaður fallega glæpakvendisins tók til varnar og sagði að Macy’s hefði allt of einfaldar reglur vegna skila og sagði að það sem Jennifer gerði hefði bara verið klaufaleg mistök.

Saksóknari sagði að „þetta litla brall fegurðardrottningannar hefði verið drifið áfram af græðgi og ættu kviðdómendur ekki að láta blekkjast með því að kenna verslunarrisanum um.

Auglýsing

Jennifer sem var ungfrú Ameríka árið 1989 framdi glæpina árið 2015 og fær dóm þann 18. október næstkomandi. Nú er hún 51 árs gömul og keypti hún föt fyrir tæpa 6000 dollara á tveimur dögum. Hún tók verðmiðana af og setti aðra á og fékk endurgreiðslu upp á 5000 dollara. Fötin voru einnig „skítug og notuð.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!