„Þegar hjónabandið er búið, er það búið,“ segir leikarinn Chris Pratt um skilnað hans og leikkonunnar Önnu Faris. Skrifaði Anna sjálfsævisögu sem segir víst allt um vandræðin í hjónabandinu. Verður bókin útgefin í haust og Chris (38) segir meira að segja í formála ýmislegt um galla konu sinnar.
Chris segir í viðtali við ET: „Hún er áköf og trygg og hún refsar fólki sjaldan. En þegar það gerist er það ákaflega öflugt og skelfilegt. Þegar hjónabandið er búið, er það búið. Kraftur og ákefð eru stundum ógnandi í sambandi, en nauðsynlegt hjá móður finnst mér. Hún er líka mjög góð móðir sonar okkar Jack, þegar á þarf að halda.“
Samkvæmt ET fjallar bókin um afbrýðisemi hennar gagnvart eiginmanninum þegar hann lék í ástarsenum með öðrum konum. Einnig um ringulreiðina þegar Jack, sonur þeirra, fæddist fyrir tímann. Anna lýsir þó ást sinni á Chris aðeins mánuðum fyrir skilnaðinn.
„Fyrst þegar ég hitti Chris heillaði mig að hann vissi hvernig ætti að vera hamingjusöm. Þegar ég horfði til míns fyrra hjónabands (með Ben Indra) og önnur sambönd fyrir það gerði ég mér grein fyrir að ég var kaldhæðin, óhamingjusöm og reið. Þegar við Chris byrjuðum saman breyttist allt. Ég fann að ég gat horft upp til hans,“ segir hún í bókinni.
Skildu þau í vikunni og sagði Chris á samfélagsmiðlum: „Við reyndum mjög í langan tíma og erum mjög vonsvikin.“