Óhugnanlegt er að ímynda sér þá staðreynd að í dag er til fólk sem hefur möguleika á að eyðileggja líf barnanna okkar í þeirri trú að það muni aldrei komast upp. Prestar hafa misnotað börn eins og við höfum oft heyrt í gegnum tíðina, meira að segja „andans fólk“ á Íslandi, sbr. hryllinginn í Landakotsskóla. Í dag er – sem betur fer – farið að tala meira um þessi ógeðfelldu kynferðisbrot sem virðast þó alltaf vera til staðar.
Á Netflix má finna afar áhugaverða þætti sem kallast The Keepers, og fjalla þeir einmitt um mál af þessum toga sem endaði á að nunna sem kenndi í skólanum var myrt, sennilega vegna leyndarmálanna.
Sagt er að mynd geti sagt meira en mörg orð, og það var einmitt tilfellið í þessu skelfilega máli. Fjölskylda nokkur í Brasilíu sá að á myndunum sem stúlkan þeirra var að teikna leyndust óhugnanleg skilaboð. Myndirnar sýndu að litla stúlkan hafði gengið í gegnum eitthvað sem ekkert barn á að þurfa að þola.
Um leið og faðir stúlkunnar áttaði sig á skilaboðunum fór hann til prestsins sem sá um hana í sunnudagaskólanum. Hann bjóst ekki við því sem gerðist næst: Presturinn, Joao de Silva, reyndi ekki að draga dul á verknað sinn og játaði hann að fullu.
Það má kannski segja að það heyri til undantekninga að kynferðisglæpamenn játi sekt sína, en kannski var samviskubitið að naga prestinn svo mjög að hann varð að játa á sig glæpinn.
Litla stúlkan er nú í sálfræðimeðferð vegna myndanna sem komu upp um glæp sem hún gat ekki orðað sjálf.
Samkvæmt goodfullness.com, fundust sex mismunandi myndir í herbergi stúlkunnar og lýstu þær allar því sem presturinn hafði gert við stúlkuna. Það er virkilega svívirðilegt að manneskju sem treyst er fyrir barni geti brugðist svona hrottalega. Prestar ættu að vera stoð og stytta trúaðra fjölskyldna, ekki eyðileggja líf.