KVENNABLAÐIÐ

„Ég keyrði full um daginn“

Leik- og söngkonan Steiney Skúladóttir er með þarfa áminningu fyrir verslunarmannahelgina sem við fengum leyfi til að birta:

„Ég keyrði full um daginn. Mér leið eins og ég væri edrú, tímdi ekki leigubíl og var hvort sem er að fara svo stutt. Ég komst heim vandræðalaust og fór að sofa.

Auglýsing

Þegar ég vaknaði daginn eftir kom sjokkið. Ekki sjokkið að ég hefði getað klesst á og slasað sjálfa mig heldur sjokkið að ég hefði getað keyrt á aðra manneskju. Að ef einhver hefði labbað út á götuna hefði viðbragstíminn minn verið of langur.
Mig langar að segja frá þessu núna því að um helgina munu margir fá þessa hugmynd í kollinn að þau séu nú ekki búin að drekka það mikið og geti alveg keyrt. En raunin er að þetta er ekki bara um að passa sig, þetta er aðallega um að stofna ekki lífi annars fólks í hættu.

Innskot: Það má koma fram að ég var ekki sótölvuð og ég veit ekki hvað hefði mælst í mér en bottom line það á aldrei að taka sénsinn“

Forsíðumynd: Hörður Sveinsson

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!