Leikarinn og stórstjarnan Tom Hanks er eflaust flestum kunnur. Hann hefur vinalegt bros og virðist „venjulegur“ gaur og er metinn á meira en 350 milljón dollara. Hann er einnig í einu farsælasta Hollywoodhjónabandi sem um getur og hefur verið giftur leikkonunni Ritu Wilson í hartnær 30 ár. Óskarsverðlaunaleikarinn sem nú er 61 árs, hefur þó gengið í gegnum erfiðað tíma. Vinir hans segja að hann hafi höndlað ótrúlega vel ýmsar áskoranir, allt frá brotnu heimili til fíkniefnaneyslu sonar hans, Chet.
Tom er fæddur í Norður-Karólínuríki og foreldrar hans voru kokkurinn Amos og hjúkrunarkonan Janet. Þau skildu þegar Tom var fimm ára og setti það líf hans alveg á hvolf: „Tvö systkinanna og Tom fóru og bjuggu með pabba þeirra en yngsti sonurinn dvaldist hjá móður þeirra.“ Pabbinn var hálfgerður flakkari og Tom og fjölskyldan fluttu 10 sinnum á fimm árum. Það liðu stundum mánuðir á milli þess sem hann talaði við mömmu sína.
„Hann var ótrúlega einmana, var alltaf að skipta um skóla og átti erfitt með að eignast vini. Þetta var frekar sorgleg æska.“Það sem verra var, var að foreldrar hans áttu í stöðugum erfiðleikum á ástarlífinu. Janet giftist fjórum sinnum, Amos þrisvar: „Tom átti svo allt i einu nýjan stjúppabba eða stjúpmömmu sem áttu sín eigin börn. Honum var sagt að láta sem þau væru hans eigin systkini. Það var erfitt fyrir hann að líta á ókunnuga sem sína eigin fjölskyldu.“
Foreldrar hans voru ekki ofbeldisfullir á hefðbundinn hátt en hann var það sem telst vera vanræktur.
Tom vildi ólmur eignast sína eigin fjölskyldu og giftist Samantha Lewes nýlega tvítugur að aldri. Sonur þeirra, Colin, er nú stjarna í þáttunum „Life in Pieces,”en hann er 39 ára. Dóttir þeirra Elizabeth er 35 ára. Parið skildi árið 1987. Samantha lést af völdum krabbameins árið 2002, 49 ára að aldri.
Vinur Toms segir: „Þegar Tom horfir til baka giftist hann af röngum ástæðum. Hann var að reyna að drepa einmanaleikatilfinningarnar sem höfðu hrjáð hann allt hans líf.“
Tom fékk stóra tækifærið í gamanþáttunum „Bosom Buddies,” og þegar hann giftist Ritu árið 1988 hafði hann getið sér gott orð með kvikmyndunum „Splash“ og „Big.“ Þegar Tom lék svo í „Philadelphia” og „Forrest Gump” sem færðu honum Óskarverðlaunatilnefningar fór ferillinn á flug. Þrátt fyrir það stóð hann í miklum vandræðum með son hans og Ritu, Chet, sem varð alvarlega háður eiturlyfjum. Fór Chet að nota hörð eiturlyf á borð við krakk þegar hann var unglingur. Hann á margar meðferðir að baki og fór í meðferð árið 2014. Svo féll hann á harkalegan hátt og rataði í fréttirnar þegar hann notaði „N-orðið“ í rapplagi, en hann hafði drauma um að verða rappstjarna.
Tom er mjög trúaður og neysla Chets hafði mikil áhrif á hann og kenndi hann sér um þar sem hann var svo mikið að heiman að leita að frægð og frama. Fannst honum að hann hefði ekki haft nægileg samskipti við hann til að leiða hann af villu síns vegar: „Skortur á samskiptum var eins og Tom var alinn upp. Það særði hann mjög að hann væri að viðhalda því mynstri: „Það særði líka hjónabandið hans. Hann reifst við Ritu um uppeldið.“ Chet fór svo aftur í meðferð og er nú búinn að vera edrú í tvö ár.
Tom vill sjaldan tala um sína fortíð eða lífið opinberlega. Hann á þó í vandræðum með tilfinningar sínar og á til að brotna niður og gráta þegar hann talar um æsku sína. Hann nýtur þó stjörnulífsins og þau Rita eiga FIMM heimili, í LA, Rocky Mountain og Sun Valley í Idaho. Safnar hann ritvélum og hefur gert það í um 30 ár.
Tom er virkur á Twitter og er mjög hjálpsamur eins og við höfum sagt frá. Einu sinni hjálpaði hann meira að segja stúdínu í Fordham University að finna týnt nafnskírteini!