KVENNABLAÐIÐ

Dánarorsök Nelsan Ellis úr True Blood þáttunum gefin upp

Leikarinn Nelsan Ellis úr þáttunum vinsælu, True Blood, fannst látinn á heimili sínu síðastliðinn laugardag. Fjölskylda Nelsan sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis til að fá tækifæri til að hjálpa fólki sem lifir með fíknisjúkdómum.

Auglýsing

Samkvæmt Hollywood Reporter segir fjölskyldan að hjartað Nelsan hafi gefið sig í fráhvörfum frá áfengi.: „Eftir margar meðferðir reyndi Nelsan sjálfur að hætta að drekka áfengi.“ Samkvæmt föður Nelsans fékk hann í fráhvörfunum blóðsýkingu og nýrun urðu óstarfhæf, lifrin var allt of stór og blóðþrýstingurinn hrapaði niður úr öllu valdi og „fallega hjartað hans varð algerlega stjórnlaust.“

Auglýsing

Vill fjölskyldan, eins og áður sagði, opinbera dánarorsökina til að reyna að hjálpa öðrum sem eiga við fíkn í áfengi og eiturlyf að stríða: „Nelsan skammaðist sín fyrir fíkn sína og var tregur að ræða hana allt sitt líf. Fjölskylda hans, aftur á móti, trúir því að andlát hans geti verið öðrum víti til varnaðar og gæti hjálpað einhverjum.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!