Stórfurðulegt atvik! Oft vildum við óska þess að gæludýrin okkar gætu talað…það myndi gera ýmislegt auðveldara. Í þessu tilfelli hefði engan geta grunað hvað var að þegar lítil stúlka kom með hamsturinn sinn til dýralæknisins og sagði að hann hefði ekki hreyft sig í þrjá daga.
Litla stúlkan hafði tekið eftir að hamsturinn var kyrr á einum stað, í horni búrsins og hafði hvorki borðað né drukkið. Hamsturinn var samt sprellifandi, það var ekki málið. Dálítið mun furðulegra átti sér stað.
Dýralæknanemi sem var á staðnum sendi systur sinni Kat sms-skeyti um atburðinn. Kat kom honum svo á framfæri á Twitter.
Stúlkan var spurð hvort eitthvað hefði komið fyrir hamsturinn en hún sagði svo ekki vera. Hann hefði reyndar sloppið nýlega en þau hefðu náð honum undir ísskápnum. Þegar dýralæknirinn tók hamsturinn úr búrinu til að rannsaka hann lét hann eins og ekkert væri. Það var eins og ekkert væri að honum. Svo kíkti hann upp í munninn á honum.
Hvað heldurðu að hann hafi fundið?
Segul! Já, segul sem maður setur á ísskápinn.
Oft er sannleikurinn ótrúlegri en nokkur skáldsaga, ekki satt? Hamsturinn hafði hreinlega verið fastur við búrið (sem var úr stáli) vegna segulsins sem hann geymdi í munninum.
Litla stúlkan varð frá sér numin af gleði þar sem ekkert amaði að hamstrinum!