KVENNABLAÐIÐ

Móðir fór til Parísar og skildi tvo unga syni sína eftir eina heima

Tveir drengir, sex og 11 ára, voru skildir eftir einir heima með aðeins einn súpupott því móðir þeirra fór til Parísar að undirbúa brúðkaup með manni sem hún hafði hitt á netinu. Drengirnir, sem samkvæmt BBC, búa í Bradford, Englandi og voru einir heima í tvo daga. Lögreglan hafði afskipti af málinu þegar yngri sonurinn sagði við kennarann sinn að mamma hans væri í Frakklandi.

Í réttarhöldum var hún dæmd í sex mánaða fangelsi eftir að hafa játað tvo brot vegna vanrækslu.

Hún fór frá flugvellinum í Manchester og flaug svo til baka næsta daga en flugvélin lenti þá um miðnætti.

Skólayfirvöld reyndu að hafa samband við móðurina eftir að upp komst, en án árangurs. Eldri bróðirinn sótti þann yngri og þeir fengu að fara heim. Þá skarst lögreglan í leikinn og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Drengirnir dvöldu svo á þeirra vegum þessa nótt.

Auglýsing

 

Hræðileg mistök

Þegar móðirin kom til baka daginn eftir var hún handtekin.

Útskýringar hennar voru á þá leið að hún hefði farið til Parísar að hitta elskhugann og hefði viljað að drengirnir væru hjá vinafólki. Svo sagði hún að eldri drengurinn hefði „þvingað” hana og sagt að það yrði allt í lagi með þá eina heima.

Verjandi konunnar sagði að henni væri fullkomlega ljóst að hún hefði gert „hræðileg mistök” og væri í raun mjög góð móðir.

Auglýsing

 

Brúðkaupsáætlunin stendur

Dómarinn sagði að móðirin hefði sett drengina í „mikla hættu.” Sem betur fer gerðist ekkert slæmt. Drengirnir eru aftur komnir til móður sinnar og vildi hann ekki að hún myndi strax afplána dóminn. Einnig kom fram að konan vildi halda áætlunum sínum um brúðkaupið.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!