KVENNABLAÐIÐ

Hvít jarðarber eru jafn verðmæt og gull!

Gómsæt og ofboðslega dýr! Flestir hafa ekki séð, hvað þá bragðað hvít jarðarber, en þau hafa verið hluti af lúxus-ávaxtamarkaði Japans í nokkur ár. Í Japan má finna ýmsar tegundir hvítra jarðarberja, þ.m.t. hvíti gimsteinninn sem er sjaldgæfastur og dýrastur.

Auglýsing

Hvít jarðarber hafa verið á markaðnum í fjögur ár og voru fundin upp af Yasuhito Teshima sem rekur býlið Japan’s Saga Prefecture og er hann einn af sínu tagi í heiminum. Hann reyndi að rækta mismunandi týpur jarðarberja og gat loksins fundið upp jarðarber sem bæði var hvítt að innan og utan.

hvit33

Jarðarberin verða hvít vegna þess þau komast ekki í tæri við sólarljós eins og önnur ber. Það minnkar magnið af anthocyanin, efninu sem gefur grænmeti og ávöxtum lit sinn. Þrátt fyrir að hafa reynt í mörg ár mistóks Yasuhito oft. Berin eru ekki fullkomin. 10% berjanna verða hvít og flest verða með rauðum flekkjum, eða bleik. Þegar berin eru fullþroskuð verða þau ekki rauð þrátt fyrir að vera í sólinni.

Fleiri ræktendur hafa einnig farið að gera tilraunir með hvít jarðarber sökum vinsælda þeirra í Japan sem lúxusvöru en Yasuhito segir sín vera hvítust og stærst.

hvit

Eitt ber kostar um 1000 isk á meðan litir pakkar um 4000 isk. Það er virkilega dýrt!

Auglýsing

„Bragðið er mjög djúpt og þú finnur fyrir dularfullri tilfinningu….það er afskaplega gott á bragðið.“

John Daub, útlendingur sem býr í Japan, fékk tækifæri að prófa hvít jarðarber á býli Teshima og lýsti bragðinu á þennan hátt: „Jarðarberin eru einstaklega sæt. Hýðið er mjög mjúkt. Fyrsti bitinn bragðast líkt og ananas en bragðið hverfur innan nokkurra sekúndna. Þetta er eins og að borða sælgæti en samt ekki of mikið bragð. Ólíkt sælgæti er bragðið ekki lengi í munninum en það er gott eftirbragð.“

Oftast eru hvít jarðarber notuð sem gjafir frekar en matur í Japan.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!