Þar sem endurgerð myndarinnar The Mummy með Tom Cruise í aðalhlutverki floppaði í miðasölu er ekki úr vegi að hugsa til upprunalegu myndarinnar og aðalleikarann þar: Hvað varð um Brendan Fraser?
Brendan hefur verið fjarverandi Hollywoodmyndum að undanförnu. Hann er 48 ára gamall og sló í gegn í myndinni Encino Man árið 1992 en hefur ferillinn farið niður á við með óvinsælum myndum, kannski slæmum ákvörðunum hans. Um miðbik 10. áratugarins var Brendan vinsæll og lék í myndum á borð við Bedazzled, The Quiet American, Journey to the Center of the Earth og George of the Jungle.
Árið 2008 lék Brendan svo í þriðju Mummy- myndinni sem hét Tomb of the Dragon Emperor. Voru það dýrkeypt mistök þar sem hún var hökkuð í sig af gagnrýnendum og fleygðu Brendan næstum af stjörnustalli sínum. Önnur mistök, og kannski dýrkeyptari, var þegar hann gerði Journey to the Center of the Earth 2 með Dwayne Johnson það sama ár.
Í framhaldinu komu nokkrar sjálfstæðar myndir fyrir leikarann ásamt talsetningu nokkurra kvikmynda og nú eru fjögur ár liðin síðan Brendan Fraser sást á hvíta tjaldinu.
Hann hefur þó birst í þáttunum The Affair og Texas Rising. Fjármál Brendans hafa verið í umræðunni í gulu pressunni þar sem hann skildi við eiginkonu sína og átti að greiða henni 900.000 dollara á ári sem hann gat ekki staðið undir.
Þénaði Brendan einungis um 205.000 dollara á mánuði, 112.000 fóru í útgjöld þannig hann átti ekki eftir nema 92.000 dollara eftir á mánuði. Borgaði hann 25.000 dollara í meðlag, 5.200 fyrir garðyrkjumenn og 3.000 dollara til starfsfólks í hverjum mánuði. Sýndu skilnaðarpappírarnir að Brendan væri í raun „eignalaus maður“ á Hollywoodmælikvarða en eignir hans voru metnar á 25 milljón dollara.
Aðdáendur hafa þó saknað hans og í fyrra fór fram undirskriftarsöfnun á change.org sem óskaði eftir Brendan Fraser aftur í kvikmyndir og þætti. Fékk undirskriftarsöfnunin 46.000 undirskriftir.
Sem betur fer er von á leikaranum aftur: Leikstjórinn Danny Boyle hefur fengið Brendan í þættina Trust ásamt Hilary Swank og Donald Sutherland. Þeir verða sýndir árið 2018.