KVENNABLAÐIÐ

Eru rofnar samfarir örugg getnaðarvörn?

Hugtökin getnaðarvarnir og fjölskylduáætlun eru fremur ný af nálinni, en áhuginn á að koma í veg fyrir getnað á sér aldalanga sögu.

Hvað eru rofnar samfarir – eru þær öruggar?

Það hefur verið vitað lengi að hafi karl og kona kynmök, getur getnaður hlotist af því. Lengi var talið að barnið kæmi úr sæði karlmannsins, og að konan, móðirin, varðveitti og þroskaði fóstrið.

Auglýsing

Rofnar samfarir, þar sem karlinn eða konan hættir áður en maðurinn fær sáðlos, hafa þekkst í árþúsund til að forðast getnað. Þrátt fyrir að þessi aðferð sé afskaplega ótraust getnaðarvörn, er hún þó meira en tvöfalt betri en að hafast ekki að. Ef henni er beitt í hvert sinn, eru viðhafðir einhverjir getnaðarvarnartilburðir.

Hvað ber að hafa í huga eftir rofnar samfarir?

Aðferðin byggir á þeirri hugmynd, að karlinn losi sæðið utan við leggöng og ytri kynfæri. Áður en samfarir eru hafnar á ný verður hann að kasta þvagi og þrífa liminn vel (einnig undir forhúð). Það sama á við um konuna ef sæðið hefur lent á henni.

Rofnar samfarir eru neyðarúrræði sem ættu þeir aðeins að viðhafa sem ekki geta hugsað sér að barn hljótist af, eða ef alls ekki er hægt að notast við aðrar getnaðarvarnaraðferðir.

Auglýsing

Að því frátöldu að skerða ánægjuna af kynmökunum við að þurfa að einbeita sér að því að hætta í tæka tíð, er ekkert rangt eða skaðlegt við aðferðina.

Hvað varnir snertir, er þetta versta aðferðin sem þekkist, en samt klárlega betra en ekki neitt.

En munið þetta:

Rofnar samfarir veita enga vörn gegna kynsjúkdómum

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!