Kókosolía hefur verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár, sérstaklega hjá fólki sem vill huga að heilsunni. Kókosolíu má oftast finna í heilsurekkanum í matvörubúðinni en sitt sýnist hverjum um raunverulegt ágæti hennar. American Heart Association (AHA) segir að í kókosolíunni sé mikið af mettaðri fitu sem getur aukið „slæma“ kólesterólið (LDL). Engar rannsóknir séu því til stuðnings að kókosolían sé betri en aðrar olíur, en margir vilja meina það.
Dýrafitur, s,s, svínafeiti er talin slæm á meðan olíur úr plöntum eru taldar hollari, s.s. ólífu- eða sólblómaolía. Oft er mikið um misvísandi leiðbeiningar en margir, þ.m.t. Bandarísku hjartasamtökin, segja að of mikið af mettaðri fitu sé manninum óholl. Að borða of mikið af mettaðri fitu getur hækkað LDL kólesterólið í blóði sem síðar getur leitt til þess að æðarnar stíflast og endað í hjartaáfalli.
Samkvæmt AHA er 82% af kókosolíunni mettuð. Það er meira en smjör (63%) eða dýrafita (39-50%). Eins og aðrar mettaðar fitur hafa rannsóknir sýnt að þetta getur aukið slæma kólesterólið. Sumir segja að blöndur fita í kókosolíunni geri hana hollari en AHA segir að engar rannsóknir styðji það áþreifanlega. Mæla samtökin með að takmarka mettaða fitu í fæðunni og skipta henni út fyrir hollari olíur á borð við ólífuolíu. Að skipta út á þennan hátt getur lækkað kólesterólið jafn mikið og lyf.
Karlmenn skyldu ekki innbyrða meira en 30 grömm af mettaðri fitu á dag
Konur skyldu ekki innbyrða meira en 20 grömm af mettaðri fitu á dag.
Hægt er að sjá næringarinnihald á flestum vörum. Fitu skyldu þó aldrei skipta út, því manninum er nauðsynlegt að fá fitusýrur, m.a. til að melta fituleysanleg vítamín á borð við A, D og E vítamín.
Ráð til að minnka fitu í mat: Grillið, bakið, sjóðið eða gufusjóðið matinn frekar en djúpsteikja eða steikja. Takið sjáanlega fitu af kjöti fyrir eldun. Reynið að sleppa smjöri eða fitu á samlokur. Takið fitu af ofnsteiktu kjöti sem lekur af áður en maturinn er borinn fram.