Leikarinn og hinn nýbakaði faðir, George Clooney, er tilbúinn að greiða hátt verð til að vernda konu sína Amal og hina nýfæddu tvíbura, Ellu og Alexander. George hefur nú skrifað upp á samning við lífvarðaþjónustu til að hafa vakt allan sólarhringinn við höll þeirra í Sonning.
Tvíburarnir eru nú með sitthvorn lífvörðinn sem vaktar þá hvar sem er – inni og fyrir utan húsið. Lífverðirnir þurfa jafnvel að standa vaktina í barnaherberginu. Mun það kosta Clooney hjónin meira en sem samsvarar 31 milljón krónum íslenskum á ári.
„George var lengi að verða faðir svo hann er nú að tryggja að ekkert slæmt muni gerast. Að ráða lífverði er bara byrjunin,“ segir vinur hans í viðtali við Daily Star.
George er einnig búinn að setja upp afar fullkomið öryggiskerfi inni í húsinu með leyserum: „Amal og George eiga eftir að dekra þessi börn. Það hefur afar mikið verið gert nú þegar, meira mun koma í ljós í framtíðinni.“
Amal hefur oft fengið hótanir vegna starfs síns sem lögfræðingur og má sjá að George tekur örygginu afar alvarlega. George sagði í viðtali við franska tímaritið Paris Match: „Við höfum ákveðið að verða ábyrgðarfyllri. Ég fer ekki til Súdan eða Congó og Amal ætlar ekki lengur til Írak eða á staði sem hún er ekki velkomin.“