Leikarinn Jim Carrey er stoltur faðir og afi! Eignaðist hann dótturina Jane Erin Carrey með fyrstu eiginkonu sinni, Melissa Wormer. Jane var oft með pabba sínum á rauða dreglinum þegar hún var lítil. Þegar hún eltist vildi hún samt ekki feta í fótspor föður síns heldur er hún tónlistarkona.
Jane hefur oft talað um að það sé erfitt að eiga svo frægt foreldri: „Það var samt æðislega gaman að eiga hann sem föður, hann er nú ekki snobbaður þannig ég ólst upp við nokkuð eðlilegar aðstæður. Nokkuð. Það er erfitt að vaxa upp í skugganum af einhverjum og reyna að finna þinn eigin stað í heiminum.“
Nú er Jane orðin 29 ára gömul og eignaðist hún son árið 2010.
