Ímyndaðu þér að þú sért að fara að gifta þig. Stóri dagurinn. Allir eru mættir sem standa þér næst og þetta er dagurinn ykkar. Besti vinur þinn er veislustjóri og allt í einu stöðvar hann alla dagskrá við altarið og biður kærustunnar sinnar. Í þínu brúðkaupi!
Internetið er að tryllast yfir þessari sögu sem brúðurin skrifaði „Dear Prudence“/Mallory Ortberg á Slate. Hún kallar parið John og Jane.
Ég gat ekki einu sinni heyrt tryggðarheitin sem maðurinn minn flutti til mín né restina af athöfninni vegna þess að Jane grét úr gleði og öll fjölskyldan hennar sem var líka mætt og svo fólkið í kirkjunni sem var að óska þeim til hamingju. Meira að segja sá sem var að taka upp myndbandið úr brúðkaupinu skipti oft frá okkur yfir á þau og þú heyrir ekkert út af látum. Þegar John ætlaði að halda sína ræðu afsakaði hann að vera svo upptekinn í mómentinu en fór svo að tala um framtíð sína og Jane og minntist varla á okkur…
Prudence svarar:
Á milli þess að „komast yfir þetta“ og „tala aldrei við John aftur“ er millivegurinn kannski að „tala við besta vin þinn sem gerði dálítið eigingjarnt og sjálfhverft á brúðkaupsdaginn þinn.“ Hver sem útkoman verður er ekki gott að gráta í hljóði eða fjarlægja John úr lífi þínu, sérstaklega þar sem þið hafið verið bestu vinir í langan tíma. Ég veit að það er erfitt að laga vinskap sem farið hefur svona illa og eftir svo stórt högg á brúðkaupsdaginn ÞINN. Á sama tíma er hann eða var besti vinur þinn. Það verður að gera honum grein fyrir að þetta var stóri dagurinn ykkar og hann hefði ekki átt að eyðileggja ykkar á þennan hátt.
Look at this nightmare y’all. I absolutely wouldn’t speak to John or Jane ever again. pic.twitter.com/SUvAv64XFa
— Yung Receipta (@ashuhhleeee_) May 31, 2017
Twitter logaði eftir að greinin kom út eins og sjá má: