„Algengasta spurning sem ég fæ á stofunni minni er: „Hvernig á ég að þvo á mér hárið?“ segir Christopher Robin, hárgreiðslumeistari í París. Viðskiptavinir hans eru frægar stjörnur á borð við Catherine Deneuve og Tilda Swinton. Hluti þess sem angrar konur oftast er hvernig eigi að nota sjampóið: Þeim hefur oft verið sagt að þær séu að þvo hárið of lítið eða of mikið.
„Konur eru svo oft að flýta sér. Það þarf að hreinsa hárið vel. Þú þarft að taka tíma í að vera viss um að þú sért að þvo efnið sem þú settir í hárið í burtu,“ segir Christopher.
Hefur hann góð ráð handa konum (nú, eða mönnum!) til að auka þykkt og gljáa án efna: Fyrst ættirðu að taka burt allar flækjur með góðum bursta. Byrjaðu á endanum. Endaðu á hárrótunum: „Þú ættir fyrst að greiða burtu allar flækjur svo þú þurfir ekki að gera það þegar hárið er blautt. Þú ættir aldrei að greiða hárið blautt, það fer mjög illa með hárið.“
Áður en þú notar hársápu/sjampó ættirðu að bera olíu í endana og í burstann til að dreifa henni sem best. Christopher notar sína eigin olíu með lavender en segir að hrein möndluolía eða argan olía virki líka vel: „Þú ættir að geyma olíuna í hárinu helst yfir nótt en 15 mínútur eru líka frábærar. Þannig geturðu sleppt hárnæringunni. Ég er ekki mikill aðdáandi hárnæringa. Þær gefa hárinu þyngd sem ég vil ekki.“
Þvoðu svo hárið með sjampói sem ætlað er þínu hári (þurrt/feitt). Vandinn, telur Christopher, er sá að konur velja rangt sjampó fyrir hárið sitt. Litað hár ætti aldrei að þvo með sjampói sem er með súlfötum í, það er of sterkt.
Krullað hár er oft þurrara og ætti að nota sjampó sem ekki freyðir og nota ekki of mikið: „Þú ættir eingöngu að nota teskeið af sjampói, ekki meira!“ Láttu sjampóið freyða í hársverðinum (ekki nota neglurnar) og forðastu endana. Til að auka rúmmál hársins ættirðu að þvo hárið á hvolfi!
Svo áttu að hreinsa hárið: „Þetta er dálítið vandamál því fólk á til að taka ekki nógu langan tíma að þvo efnin úr hárinu almennilega. Hárið á að vera ótrúlega hreint.“
Ef þú ákveður að nota næringu, settu hana bara í endana. Christopher mælir með að djúpnæra hárið einu sinni í viku til að viðhalda lit og mýkt.
Ekki þurrka hárið þurrt. Mælir hárgreiðslumeistarinn með marokkósku ráði sem hann lærði – að snúa höfðinu niður (á hvolfi) og renna handklæði frá báðum hliðum snögglega – þannig losnaru við auka vatn.
Ekki þvo hárið of oft!
Ef hárið er þvegið rétt, samkvæmt Christopher Robin, getur það tekið lengri tíma. En ef það er gert rétt ætti hreinsunin að vara lengur: „Flestar konur ættu ekki að þvo hárið oftar en tvisvar í viku.“
Þurrsjampó er þó ekki endilega svarið vegna hina dagana: „Þurrsjampóið gefur þér eitt kvöld eða einn dag aukalega. Fyrir uppteknar konur mæli ég með að blanda eplasafaediki í vatn og í spreybrúsa: Það eru engin aukaefni og gerir kraftaverk fyrir hársvörðinn!“
Heimild: NYTimes