KVENNABLAÐIÐ

Rússnesk matvörubúð ábyrg þegar maður drakk þrjár vodkaflöskur í keppni og lést

Heimskulegasta verðlaunakeppni hingað til? Rússneska matvöruverslunin Saveliy hélt vodkadrykkjukeppni á dögunum sem kallaðist: Hver getur drukkið mest af vodka? Fimm þátttakendur enduðu á gjörgæslu og einn lést þar af völdum ofneyslu áfengis. Þessi furðulega keppni átti sér stað í borginni Volgodonsk í suð-vesturhluta Rússlands. Lögregluyfirvöld á staðnum telja verslunina ábyrga fyrir dauðsfallið sem átti sér stað og einnig fyrir að virða að vettugi bann við áfengisauglýsingum; að hvetja til neyslu áfengis.

Auglýsing

Vinningshafinn átti að fá 10 flöskur af vodka í verðlaun. Um 40 karlmenn tóku þátt í keppninni og var vodka hellt í fötur fyrir þá. Þeir fengu einnig að snæða salami og brauð til að vega upp á móti áfenginu. Nokkrum mínútum eftir að keppnin endaði fór nokkrum þátttakenda að verða ómótt. Læknar mættu á staðinn og úrskurðuðu sex þátttakendur með alvarlega áfengiseitrun.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!