KVENNABLAÐIÐ

Leyndarmálin í útför Díönu prinsessu

Þrátt fyrir að tveir áratugir séu liðnir síðan andlát Díönu prinsessu átti sér stað hefur áhugi almennings á andlátinu og afleiðingum þess síst dvínað. Díana lést eins og kunnugt er í París í bílslysi og margar samsæriskenningar hafa komið upp varðandi andlátið. Nú hefur þó fengist staðfest að í kjölfar andlátsins voru ýmsar flækjur varðandi jarðarförina og m.a. var líkið geymt til bráðabirgða í mismunandi líkhúsum á meðan verið var að ákveða hvernig jarðarförin átti að fara fram.

jarð8

Auglýsing

Ekki var ákveðið að prinsarnir William og Harry myndu ganga á eftir kistunni fyrr en á elleftu stundu og var það ákveðið af föður þeirra sem vildi ganga sjálfur. Philip prins skipti sér af því hann vildi að prinsarnir tveir myndu eiga þátt í jarðarförinni, þar sem þeir væru að kveðja móður sína.

Tveir nánustu aðstoðarmenn Díönu neyddust til að koma líkinu fyrir til bráðabirgða milli líkhúsa í sjóðheitum ágústmánuði sem þýddi að líkið var geymt í óbærilegum hita og var auðvelt fyrir ljósmyndara að smella myndum af líkinu.

jarð4

2,5 milljarðar manna fylgdust með jarðarförinni í beinni útsendingu í sjónvarpi um allan heim. Drottningin er sögð hafa brugðist við fréttunum á þann hátt (eftir að einkaritarinn sagði henni frá andlátinu) að einhver hefði „smurt bremsurnar“ á bílnum hennar.

jarð6

Auglýsing

Charles prins og systir Díönu ferðuðust til Frakklands til að ná í líkið. Sonum Díönu var leyft að sofa út frekar en að þeir væru vaktir og var þeim sagt að bannað væri að minnast á móður sína þann dag sem útförin fór fram. Drottningin skipaði svo fyrir að engar útvarps- eða sjónvarpsútsendingar mættu ná eyrum eða augum litlu prinsanna því þeir gætu fengið áfall við að heyra þær.

jarð5

Staðurinn þar sem Díana lést – á hraðbraut í París – fólk kom með blóm til minningar um Díönu.

Harry prins (þá 12 ára) grátbað föður sinn að koma með og ná í lík móður sinnar en drottningin bannaði allt slíkt.

Einkaþjónn Díönu, Paul Burrell, sagðist hafa orðið þess áskynja að eitthvað væri að hjá Díönu þegar hún svaraði ekki farsímanum sínum: „Díana var alltaf með símann við höndina, í veskinu, svo ég hringdi og hringdi og hringdi og fannst mjög skrýtið að enginn svaraði.“

jarð3

Sagði Paul í framhaldi þegar hann heimsótti Pitie-Salpetriere spítalann þar sem Díana lést og hann sá líkið: „Ég hélt að ég væri að horfa upp á einhvern ömurlegan hrekk – hún er ekki dáin og þú mátt vakna núna.“

Paul segir ennfremur að hann hafi haft áhyggjur af herberginu þar sem líkið var því mikil hitabylgja geisaði úti fyrir og þegar hann horfði á rúmið þar sem prinsessan lá var fólk fyrir ofan að reyna að taka myndir: „Við báðum um teppi til að setja fyrir gluggana, og þegar það hafði verið gert var tvisvar sinnum heitara í herberginu.“

jarð1

Dauði prinsessunnar var mjög óvæntur og hafði konungsfjölskyldan í Buckingham Palace aðeins viku til að skipuleggja útförina. Nefnd var sett sem innihélt fólk frá Kensington, Buckingham og St James’ Palace og forsvarsmönnum frá Downingstræti 10, lögreglunni og Spencer fjölskyldunni. Voru þau hrædd um að fylla ekki Westminister Abbey af fólki þar sem engin fordæmi voru fyrir andlát af þessu tagi – ekkert sem var í takt við konunglegar skyldur og reglur.

a diii

Var aðstoðarkonu Díönu sagt: „Ef þú hefur listann yfir fólk sem hún bauð í jólaglöggið árið 1995 ættirðu ekki að gleyma neinum.“

a diii

Yfir tvær milljónir manna fylltu stræti London til að fylgjast með kistunni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!