John Shields var haldinn banvænum sjúkdómi. Þökk sé yfirvöldum í Kanada sem leyfa líknardráp var John gert kleift að fara með reisn, á þann hátt sem hann kaus. Veislan átti að eiga sér stað á Swiss Chalet, veitingastaðar sem einbeitir sér að fjölskyldum. Síðasta máltíðin átti að vera eins og þegar John var ungur, kaþólskur prestur: Grillaður kjúklingur með sósu.
Svo átti fjölskylda hans að fara með hann heim og hann myndi deyja þar um morguninn, helst í garðinum. Það var uppáhaldsstaðurinn hans, villtur og steinum prýddur. Blóm út um allt, Búdda úr steini og fuglabað sem stóð út úr kringum burkna og steina. Áður en John veiktist hafði hann setið í gömlum stól í garðinum og horft á ernina þjálfa ungana sína ofar honum. Hann hugleiddi þar tvisvar á dag áður en hann veiktist og þurfti að fara á spítala.
John hafði verið mjög veikur í 17 daga og var ekki tilbúinn í slíka athöfn, þannig hún fór fram á spítalanum þar sem allir nánustu ættingjar og vinir í gegnum árin komu saman og kvöddu hann. Afskaplega fallegt. Lestu alla sögu Johns, þess merka manns HÉR.