Mikil vakning hefur verið í málefnum geðsjúkra á undanförnum árum og er það fagnaðarefni. Þó virðist langt í að fólk með geðsjúkdóma fái meðhöldun á borð við aðra, t.d. krabbameinssjúka eða aðra með langvinna sjúkdóma. Sést það á viðhorfi samfélagsins og stundum heilbrigðisstarfskerfisins sjálfs hvað þjónustu og viðmót varðar. Öldum saman og til dagsins í dag hefur gæðum geðsjúkrahúsa verið ábótavant. Virðingin gagnvart sjúklingnum hefur verið lítil og er kannski enn. Sumar af meðfylgjandi myndum sýna einmitt það.
Það var ekki fyrr en í enda 19 aldar að fáeinir læknar í Frakklandi og Englandi, m.a. Philippe Pinel og William Tuke að fjarlægðar voru ómannúðlegar aðgerðir, s.s. keðjur og líkamlegar refsingar. Árið 1845 voru lög sett í Bretlandi sem ákvörðuðu að geðsjúkir væru í raun sjúklingar sem væru veikir og þyrftu meðferð.
Tveir drengir í rúmi sem ekki hefur verið þrifið í langan tíma. Rúmenía: Dagsetning óþekkt
Að sjálfsögðu hefur ofbeldi, vanræksla og misþyrmingar verið daglegt brauð á stofnunum sem þessum og það tók ekki enda um miðja 19. öld þegar vakning varð í þessum efnum. Þeir geðsjúku urðu stofnanavæddir og í lok 20. aldar og seinna komu upp ýmis vandamál. Fleiri greiningarmöguleikar komu upp og sjúkrahúsin voru orðin full. Sjúkdómsgreiningar- og aðferðir til lækninga urðu algengari, t.d. rafmagnsmeðferð og skurðaðgerðir á heilablaði/hvítuskurður.
Dr. Walter Freeman framkvæmir hvítuskurð með íssting árið 1949
Uppganga fasismans og alræðishyggju í Evrópu gaf tilefni til pólitískra aðgerða; ofbeldis í geðsjúkrahúsum. Nasistar Þýskalands, Sovíetblokkin og aðskilnaðarstefnan í S-Afríku settu óvini sína á hælin eða sjúkrahúsin með tilheyrandi ofbeldi.
Kona liggur á bedda í herbergi með engu öðru, Ohio árið 1949
Önnur dæmi sem ekki voru jafn svakaleg, í Evrópu og Ameríku á 20 öldinni eru þó fólki óskiljanleg í dag: Heilablaðsuppskurðir með skrúfjárnum, sjúklingar hlekkjaðir við veggi, börn í spennitreyjum hlekkjuð við ofna og annað verra.
Átakanlegar myndir sýna hvar og hvenær meðferð þessara sjúklinga fór fram….og það er í raun ekki langt síðan.
Sjúklingur situr í óluðum stól í West Riding Lunatic Asylum í Wakefield, Englandi árið 1869.
Í fyrstu heimsstyrjöldinni. Rafmagnsmeðferð
Sjúklingar baðaðir í Epson, Englandi árið 1936
Þann 29. mars árið 1950 kviknaði í Bella Vista Sanitorium í Fíladelfíu. Níu sjúklingar brunnu inni og fimm af þeim voru hlekkjaðir við vegginn með samskonar áhöldum og sjá má á myndinni fyrir ofan.
Hjúkunarkona prófar rafmagnstæki sem fylgist með heilalínuriti sjúklinga í Toronto, 12. mars árið 1964.
Geðsjúk börn í Ursberg, Þýskalandi um árið 1934-1936.
Börn á geðsjúkrahúsi í Deir el Qamar, Lebanon árið 1982
Læknar prófa nýja aðferð – útvarpsbylgjur -til að lækna sjúklinga í París 13. maí árið 1938.
Barn greint með geðsjúkdóm, spítalinn í Normansfield Teddington, Englandi 12. febrúar 1979.
Fætur sjúklings bundnar við rúm, Rúmeníu (dagsetning óþekkt)
Konur sitja í Cleveland State Mental Hospital í Ohioríki í Bandaríkjunum árið 1946.
Cleveland, Ohio, 1946
Sjúklingar safnast saman í Rúmeníu, hæli fyrir geðsjúka til að halda á sér hita vegna þess engin upphitun er í húsinu. Dagsetning óþekkt.
Lögreglumaður stendur vaktina hjá innilokuðum sjúklingum (hugsanlega hættulegum) í New York á Bellevue spítalanum, ca. árið 1885-1898.
Sjúklingur greindur með „móðursýki með/og svefnsýki“ og liggur bundin við rúm í Salpêtrière spítalanum í París árið 1889
Sjúklingur undirgengst rafmagnsþerapíu, 1956 í Englandi.