„Ég hjálpaði til við að draga nagla úr handleggjum barna og andliti ungrar stúlku,“ segir Steve, heimilislaus maður sem var nálægt hryðjuverkaárásinni í gær sem átti sér stað hjá Manchester Arena, Bretlandi, þar sem tónleikar Ariana Grande fóru fram.
„Þó ég sé heimilislaus þýðir það ekki að ég sé hjartalaus og ómennskur,“ segir Steve sem fór í viðtal hjá ITV News. „Það er bara eðlisávísun að fara og hjálpa ef einhver þarf á hjálp þinni að halda, og það voru börn þarna, það voru mörg blæðandi börn sem öskruðu og grétu,“ segir hann.
Viðtalinu sem var póstað á Twitter hefur nú farið sem eldur í sinu um netið, enda um fallegan (og kannski fágætan) náungakærleika að ræða.
‘We had to pull nails out of children’s faces’: Steve, a homeless man who was sleeping near #Manchester Arena, rushed to help young victims pic.twitter.com/dyxzZpal0Q
— ITV News (@itvnews) May 23, 2017