KVENNABLAÐIÐ

Móðir Ariönu Grande hjálpaði tónleikagestum að komast baksviðs í öryggi

Joan Grande er alger hetja! Í hryllingi gærkvöldsins á tónleikum dóttur hennar, Ariönu Grande, var Joan Grande í fremstu röð og ætlaði baksviðs til að hitta hana. Rétt eftir að Ariana hafði flutt lokalagið kvað sprengingin við, um 22:30 að staðartíma. Vitni sáu að Joan tók að minnsta kosti 10 unga tónleikagesti baksviðs í hinni miklu ringulreið sem ríkti. Joan og öryggisverðir sáu til þess að tónleikagestirnir voru öruggir áður en þeir fengu að yfirgefa svæðið.

joan2

Auglýsing

Eins og kunnugt er þeim sem fylgst hafa með fréttum í dag létust 22 af völdum hryðjuverkamannsins, sem var 23 ára að nafni Salman Abedi frá Lybíu, þar með talið átta ára stúlka. 59 aðrir slösuðust.

Auglýsing

Ariana tilkynnti í kjölfar voðaverksins að hún myndi fresta tónleikaferðalagi sínu. Samkvæmt Associated Press er söngkonan og teymi hennar „mun umhugaðra um fórnarlömbin en tónleikaferðalagið.“

joan3

Ariana og Joan eru komnar aftur til Bandaríkjanna eftir hryðjuverkaárásina. Ariana fór strax að hitta kærastann sinn, Mac Miller, þegar þær lentu í Boca Raton, Flórídaríki.

jona4

Heimildir: NyDaily News, TMZ

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!