Söngkonan Ariana Grande er miður sín vegna atburða gærkvöldsins, en að minnsta kosti 22 létust og á sjötta tug manna slösuðust eftir hryðjuverkaáras í Manchester Arena þar sem tónleikar Ariönu fóru fram. Bandaríska söngkonan slasaðist ekki sjálf, enda var hún enn á sviði að flytja lokalagið og sprengingin átti sér stað hjá anddyrinu.
Auglýsing

Ariana er miður sín og tvítaði að hún væri „brotin. Frá mínum dýpstu hjartarótum, mér þykir þetta svo leitt. Ég á engin orð.“
broken.
from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don’t have words.
— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017